Auglýsing
Kampavínsbollakökur  guðlaug arna
Kampavínsbollakökur 

Kampavínsbollakökur 

Arna Guðlaug bauð í síðdegiskaffi sem sjá má meira um hér. Þessar kampavínsbollakökur smökkuðust einstaklega vel ásamt öllu hinu bleika kaffimeðlætinu.

ARNA GUÐLAUG

.

Kampavínsbollakökur

1 2/3 bollar hveiti

1 bolli sykur

¼ tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

¾ bolli smjör (við stofuhita)

3 eggjahvítur

1 tsk vanilludropar

½ bolli sýrður rjómi

½ bolli + 2 msk kampavín

Bleikir matarlitur (má sleppa en ég setti hann)

Öllum þurrefnunum er blandað saman í skál, því næst er eggjahvítunum, vanillunni, sýrða rjómanum og kampavíninu blandað saman við á miðlungshraða.

Skiptið deiginu niður í 12-14 form (eða hálft formið)

Bakið við 180°(160° í blástursofni) í 18-20 mínútur

Kampavínskrem

½ bolli smjör

½ bolli Crisco (shortening)*

4 bollar flórsykur

4-5 msk kampavín

Bleikur matarlitur (má sleppa)

Blandið smjöri og Crisco vel saman þar til áferðin er mjúk og slétt.

Bætið tveimur bollum af flórsykri saman við smjörblönduna og blandið vel saman

Því næst er kampavíninu bætt við og hrært vel saman

Að lokum fara seinni tveir bollarnir af flórsykri saman við og blandað vel saman eða þar til kremið hefur fengið fallega silkiáferð

Kreminu er svo sprautað á bollakökurnar eftir að þær hafa kólnað.

*Er mikið í smjörkrem, aðallega til að losna við þetta mikla smjör bragð

ARNA GUÐLAUG

SaveSave

Auglýsing