Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar og kaffiboð hjá eplaterta eplakaka kaka terta epli Maríu maría guðjónsdóttir neskaupstaður mæja norðfjörður
Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar

María frænka mín í Neskaupstað er einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað…

🍏

— EPLAKÖKURNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSFÆREYJAR

🍏

Eplaferningar

2 b hveiti

1 b púðursykur

100 g smjör

1 b saxaðar hnetur

2 tsk kanill

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 dós (200 g) sýrður rjómi 18%

1 tsk vanilludropar

1 egg

2-3 epli í litlum bitum.

Hrærið saman hveiti, sykri og smjöri. Þrýstið 3/4 af deiginu í botninn á lítilli bökunarskúffu.

Blandið saman við það það sem eftir er af hrærunni hnetum, kanil, matarsóda, salti, sýrðum rjóma, vanillu og eggi. Blandið vel. Bætið eplum saman við. Dreifið eplablöndunni yfir botninn.

Bakið í 25-30 mín. við 175°C Skerið í ferninga og berið fram með þeyttum rjóma og/eða ís.

.

— EPLAKÖKURNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSFÆREYJAR

— EPLAFERNINGAR —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Ljós - 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin og hneturnar gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Áferðafallegar og góðar smákökur sem mæla má með

Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb. Bergþór tók áskorun, hann er á áskorunartímabili (og er bókstaflega til í allt), og útbjó indverskan karrýlambarétt. Ótrúlega góður matur og kjötið rann af beinunum svo meyrt var það og vel eldað. „Í London fór ég í fyrsta skipti á indverskan veitingastað. Ég man að ég svitnaði talsvert og borgaði meira fyrir vatnið en matinn. Þessi réttur er ekki ýkja sterkur, en um að gera að gluða engifer, hvítlauk og ferskum chili í viðbót, ef maður vill láta rífa verulega í."