Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

STEINUNN júlíusdóttir signý sæmundsdóttir Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone ávextir mascarpone pönnsur signý steinunn
Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

PÖNNUKÖKURMASCARPONESIGNÝ SÆM STEINUNN

.

Albert, Signý og Steinunn
Með Signýju og Steinunni í pönnukökukaffi

Nema hvað. Á dögunum komu Steinunn og Signý í kaffi og fengu pönnukökur. Ekki alveg þessar hefðbundnu heldur upprúllaðar með rjóma,  mascarpone og ávöxtum. Svona pönnukökur eru mjög saðsamar og fáir sem fá sér nema eina

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

8-10 pönnukökur

2 dl rjómi

1 ds mascarpone

1 1/2 b ferskir ávextir

Stífþeytið rjómann, bætið mascarpone saman við og þeytið vel. Skerið ávextina í bita og blandið saman við rjómann með sleikju. Setjið inn í pönnukökurnar og rúllið þeim upp.

Kaffisopinn er góður
Meira kaffi?

 

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone
Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

PÖNNUKÖKURMASCARPONESIGNÝ SÆM STEINUNN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd – nokkur ráð

 

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd - nokkur ráð. Þann 16. ágúst giftum við Bergþór okkur. Við lögðum vinnu í undirbúning og skipulagningu og fengum aðstoð frá fjölmörgum. Góð kona benti okkur á að því meiri tíma sem við legðum í undirbúninginn, því eftirminnilegri yrði giftingardagurinn.

Engar tvær veislur eru eins og það sama á við um undirbúninginn. Hef fengið hvatningu til að setja hér inn nokkra punkta um hvernig undirbúningurinn og veislan sjálf var, punkta sem geta nýst fólki sem er að fara að skipuleggja stórar veislur. Til að forðast misskilning þá eru þetta engar reglur, aðeins punktar um hvernig við gerðum þetta.