Epla- og rabarbarahraun
Seint þreytist ég á að dásama rabarbarann og prófa rabarbararétti. Ég var í kaffi hjá mömmu í vikunni og fékk þar þetta einstaklega góða kaffimeðlæti.
— Nýtum rabarbarann — EPLI — RABARBARI — MÖMMUUPPSKRIFTIR —
.
Epla- og rabarbarahraun
3 græn epli
1 msk kanill eða rúmlega það
2 b rabarbari í bitum
200 g smjörlíki, lint
2 b gróft haframjöl
1 b hveiti
1/2 – 3/4 b sykur
1/2 tsk salt.
Skerið eplin í bita og setjið í eldfast form ásamt rabarbaranum. Stráið kanil yfir. Blandið saman í smjörlíki, haframjöl, hveiti, sykur og salt. Deigið á að vera sundurlaust og kornótt. Dreifið deiginu yfir eplin og rabarbarann og bakið við 200°C í um 25 mín. Borðið með ís eða þeyttum rjóma.
— EPLI — RABARBARI — HAFRAMJÖL — MÖMMUUPPSKRIFTIR —
.
.
— Nýtum rabarbarann — EPLI — RABARBARI — MÖMMUUPPSKRIFTIR —
–