Epla- og rabarbarahraun

Eplaterta eplakaka epli kaffimeðlæti Rabarbari kaka terta hulda steinsdóttir brimnes þorgrímsstaðir einföld fljótleg rabarbarakaka
Epla- og rabarbarahraun

Epla- og rabarbarahraun

Seint þreytist ég á að dásama rabarbarann og prófa rabarbararétti. Ég var í kaffi hjá mömmu í vikunni og fékk þar þetta einstaklega góða kaffimeðlæti.

Nýtum rabarbarannEPLIRABARBARIMÖMMUUPPSKRIFTIR

.

Epla- og rabarbarahraun
Epla- og rabarbarahraun

Epla- og rabarbarahraun

3 græn epli

1 msk kanill eða rúmlega það

2 b rabarbari í bitum

200 g smjörlíki, lint

2 b gróft haframjöl

1 b hveiti

1/2 – 3/4 b sykur

1/2 tsk salt.

Skerið eplin í bita og setjið í eldfast form ásamt rabarbaranum. Stráið kanil yfir. Blandið saman í smjörlíki, haframjöl, hveiti, sykur og salt. Deigið á að vera sundurlaust og kornótt. Dreifið deiginu yfir eplin og rabarbarann og bakið við 200°C í um 25 mín. Borðið með ís eða þeyttum rjóma.

EPLIRABARBARI — HAFRAMJÖLMÖMMUUPPSKRIFTIR

.

Epla- og rabarbarahraun

.

Nýtum rabarbarannEPLIRABARBARIMÖMMUUPPSKRIFTIR

— EPLA- OG RABARBARAHRAUN —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna – hugmyndir

Fermingarveisla2015

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna. Heimagerðar veitingar í fermingarveislum eru alltaf hlýlegar, þó að vissulega sé þægilegast að fá þær sendar heim. Aftur á móti er ekki gaman að taka á móti gestunum með sveittan skallann. Góð skipulagning er því höfuðatriði. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á og vert að hafa í huga að fjöldi sorta er ekki sama og gæði. Hentugast og best er að hafa fáar, en góðar! Valið er því mikilvægt.

Frönsk eplabaka

Fronskeplabaka

Frönsk eplabaka. Ó, þessi er alltaf svo góð, vorum með matarboð þar sem þemað var Frakkland, gestirnir lofuðu bökuna í hástert, hún var borin var fram með Kjörís ársins

Fyrri færsla
Næsta færsla