Auglýsing
Eplaterta eplakaka epli kaffimeðlæti Rabarbari kaka terta hulda steinsdóttir brimnes þorgrímsstaðir einföld fljótleg rabarbarakaka
Epla- og rabarbarahraun

Epla- og rabarbarahraun

Seint þreytist ég á að dásama rabarbarann og prófa rabarbararétti. Ég var í kaffi hjá mömmu í vikunni og fékk þar þetta einstaklega góða kaffimeðlæti.

Nýtum rabarbarannEPLIRABARBARIMÖMMUUPPSKRIFTIR

.

Epla- og rabarbarahraun
Epla- og rabarbarahraun

Epla- og rabarbarahraun

3 græn epli

1 msk kanill eða rúmlega það

2 b rabarbari í bitum

200 g smjörlíki, lint

2 b gróft haframjöl

1 b hveiti

1/2 – 3/4 b sykur

1/2 tsk salt.

Skerið eplin í bita og setjið í eldfast form ásamt rabarbaranum. Stráið kanil yfir. Blandið saman í smjörlíki, haframjöl, hveiti, sykur og salt. Deigið á að vera sundurlaust og kornótt. Dreifið deiginu yfir eplin og rabarbarann og bakið við 200°C í um 25 mín. Borðið með ís eða þeyttum rjóma.

EPLIRABARBARI — HAFRAMJÖLMÖMMUUPPSKRIFTIR

.

Epla- og rabarbarahraun

.

Nýtum rabarbarannEPLIRABARBARIMÖMMUUPPSKRIFTIR

— EPLA- OG RABARBARAHRAUN —

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Þetta hef ég gert og er mjög gott en prófaðu að bæta smá af rifnu marsipani við og það setur punktinn yfir íið 😄

Comments are closed.