Auglýsing
Konfektterta, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Fáskrúðsfjörður Félag austfirskra kvenna, Blað Franskra daga, franskir dagar, Fáskrúðsfjörður
Konfektterta Sigurbjargar Bjarnadóttur

Konfektterta

Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Einu sinni voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Sigurbjörg frænka mín Bjarnadóttir bakaði Konfekttertu og kom með. Alveg stórfín terta sem ber nafn með rentu.

KONFEKTTERTUR — FRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKVENFÉLÖG

.

Konfektterta

3 egg
1 bolli sykur
3⁄4 bolli hveiti
1 tsk. lyftiduft
75 g kókosmjöl (rúmlega bolli)
100 g brytjað dökkt súkkulaði.

Þeytið vel saman egg og sykur. Bætið hveiti, lyftidufti, kókosmjöli og súkkulaði saman við. Skiptið deiginu í tvo botna og bakið í um 20-25 mín. við 180°C .

1⁄4 l rjómi – Þeytið rjómann, setjið á milli botnanna.

150-200 g marsipan. Rúllið út marsipani og setjið yfir tertuna.

Hjúpur:

140 g súkkulaði
1 dl óþeyttur rjómi.

Setjið í pott og bræðið á lágum hita – hrærið reglulega í.

Hellið yfir tertuna

Glæsilegar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna.Aftasta röð f.v. Guðrún Kristinsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir og Sigurbjörg Bjarnadóttir.Næst aftasta röð f.v. Helga Bjarnadóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sonja Berg, Jóhanna Þóroddsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir.Önnur röð að framan, f.v.: Jóna Hallgrímsdóttir, Oddný Vala Kjartansdóttir , Guðný Sölvadóttir, Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Þórormsdóttir, Bára Jónsdóttir og Sólveig Þorleifsdóttir.Fremsta röð, f.v. Arndís Óskarsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Anna Björk Stefánsdóttir, Lára Karlsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Erla Þorleifsdóttir.
Glæsilegar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna.

Glæsilegar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna.

Aftasta röð f.v. Guðrún Kristinsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir og Sigurbjörg Bjarnadóttir.

Næst aftasta röð f.v. Helga Bjarnadóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sonja Berg, Jóhanna Þóroddsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir.

Önnur röð að framan, f.v.: Jóna Hallgrímsdóttir, Oddný Vala Kjartansdóttir , Guðný Sölvadóttir, Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Þórormsdóttir, Bára Jónsdóttir og Sólveig Þorleifsdóttir.

Fremsta röð, f.v. Arndís Óskarsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Anna Björk Stefánsdóttir, Lára Karlsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Erla Þorleifsdóttir.

Konfektterta
Konfektterta

.

KONFEKTTERTUR — FRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKVENFÉLÖG –

— KONFEKTTERTA —

.

Auglýsing