Tahini brúnkur, mjúkar og góðar

Ólafur BRAGASON, Júlía og Marsibil bragadóttir brownies Tahini brúnkur, mjúkar og góðar Ásta ragnheiður júlíusdóttir Ólafur Bragason mogensen afmæli
Brúnkur – Brownies

Tahini brúnkur, mjúkar og góðar

Í sex ára afmæli Ólafs kom amma Ásta með mjúkar og bragðgóðar brúnkur. Uppskriftin er frá Sollu Eiríks og birtist á hinni stórfínu síðu Mæðgurnar.is

.

ÓLAFUR BRAGASON — AFMÆLIBROWNIESSOLLA EIRÍKS —

.

Tahini brúnkur

1 krukka tahini (1 bolli)

2 bollar kókospálmasykur

2/3 bolli möndlumjólk

2 msk kókosolía

2 tsk vanilla

2 ½ bollar haframjöl, malað fínt í mjöl (í kryddkvörn eða matvinnsluvél)

¾ b kakóduft

1 msk vínsteinslyftiduft

½ b ristaðar og saxaðar heslihnetur

Hrærið tahini, möndlumjólk, kókosolíu, kókospálmasykri og vanillu saman í hrærivél.
Blandið möluðu haframjölinu, kakódufti og vínsteinslyftidufti saman í skál og setjið svo rólega út í hrærivélina, á meðan hún er að hræra.
Bætið að lokum ristuðum heslihnetunum varlega út í deigið.
Setjið bökunarpappír í form, við notuðum 24x29cm.
Hitið ofninn í 175°C og bakið í ca 20 mínútur.
Njótið! Mæðgurnar.is

Ólafur 6 ára raðar kertum á afmælistertuna
Kveikt á kertum á afmælistertunni. Ólafur, Júlía og Marsibil

.

ÓLAFUR BRAGASON — AFMÆLIBROWNIESSOLLA EIRÍKS —

TAHINI BRÚNKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave