Tahini brúnkur, mjúkar og góðar
Í sex ára afmæli Ólafs kom amma Ásta með mjúkar og bragðgóðar brúnkur. Uppskriftin er frá Sollu Eiríks og birtist á hinni stórfínu síðu Mæðgurnar.is
.
— ÓLAFUR BRAGASON — AFMÆLI — BROWNIES — SOLLA EIRÍKS —
.
Tahini brúnkur
1 krukka tahini (1 bolli)
2 bollar kókospálmasykur
2/3 bolli möndlumjólk
2 msk kókosolía
2 tsk vanilla
2 ½ bollar haframjöl, malað fínt í mjöl (í kryddkvörn eða matvinnsluvél)
¾ b kakóduft
1 msk vínsteinslyftiduft
½ b ristaðar og saxaðar heslihnetur
Hrærið tahini, möndlumjólk, kókosolíu, kókospálmasykri og vanillu saman í hrærivél.
Blandið möluðu haframjölinu, kakódufti og vínsteinslyftidufti saman í skál og setjið svo rólega út í hrærivélina, á meðan hún er að hræra.
Bætið að lokum ristuðum heslihnetunum varlega út í deigið.
Setjið bökunarpappír í form, við notuðum 24x29cm.
Hitið ofninn í 175°C og bakið í ca 20 mínútur.
Njótið! Mæðgurnar.is
.
— ÓLAFUR BRAGASON — AFMÆLI — BROWNIES — SOLLA EIRÍKS —
— TAHINI BRÚNKUR —
.