Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - Hákon Hildibrand í Plokkfiskur Beituskúrsins Neskaupstað besta fiskipanna á landinu neskaupstaður norðfjörður veitingahús fiskur
Beituskúrinn í Neskaupstað

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn – hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.

— FERÐAST UM ÍSLANDNESKAUPSTAÐURBEITUSKÚRINN — — HÁKON HILDIBRAND

.

Plokkfiskur Beituskúrsins
Plokkfiskur Beituskúrsins

Plokkfiskur Beituskúrsins. Við byrjuðum á að fá bragðgóða vel útilátinn plokkfisk með extra góðu rúgbrauði

Fiskipanna Beituskúrsins 

Fiskipanna Beituskúrsins er einhver besti fiskréttur sem ég hef smakkað lengi. Ég bað Hákon um nánari lýsingu: „Þær byrja allar eins, með góðu lauksmjöri kapers.
Svo er fiskurinn, hann er breytilegur eftir hver afli dagsins er. Þrenna af fiski. Algengast er þorskur, hlýri , keila , langa og lúða. Fiskin marinerum við í léttum dressingum, vinsælust er truffluolíu og svo Lime og basilíku.
Með þessu fara konfekt tómatar og litlar kartöflur, smælki úr eigin garði verður það eftir svona 2 vikur.
Ofan á að sjálfsögðu úrval af ferskum kryddjurtum úr eigin garði sem og salatblanda úr garðinum. Ristuð fræ og svo heimagert léttsýrt rauðkál”

Albert Hákon Guðröðarson norðfjörður neskaupstaður Miðbær nobbari
Hákon og Albert í Beituskúrnum
Beituskúrinn
Fiskipanna Beituskúrsins

— FERÐAST UM ÍSLANDNESKAUPSTAÐURBEITUSKÚRINN — — HÁKON HILDIBRAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.

Kryddbrauð – Pain d’epices

Kryddbrauð

Kryddbrauð - Pain d'epices. Hunangskryddbrauð eru hreinasta dásemd. Sjálfur set ég oftast heldur meira af kryddum en gefið er upp, ætli ég mundi ekki setja um hálfa teskeið af hverju kryddi. Nótabene, ég bakaði ekki brauðið, þóra kom með það með föstudagskaffinu í vinnunni.

Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Salade de carottes râpées. Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Frakklands. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.