Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”
Seint hætti ég að dásama hrátertur. Þær eru ekki bara hollar heldur líka ljúffengar. Svo er avókadó fullt af góðum fitum. Þessa fallegu ljósgrænu hollustutertu fór vinkona mín með í vinnuna og einn vinnufélagi hennar sagði „Vá, þvílíka kakan!!”
.
— HRÁTERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — KLÚBBARÉTTIR — AVÓKADÓ –
.
Avókadó hrákaka
Botn:
1 ½ b kókosmjöl
1 ½ b möndlur
½ tsk salt
350 g döðlur, lagðar í bleyti í 10 mín.
cayenne pipar á hnífsoddi
Fylling:
2 stór avókadó
1/2 b hunang (eða tæplega það)
1/3 b lime safi (eða rúmlega það)
1 dl fljótandi kókosolía
Ferskir ávextir til að skreyta með, kíví, bláber eða annað.
Botn: Malið möndlur í matvinnsluvél, bætið við kókosmjöli, döðlum (hellið vatninu af) og salti. Setjið hringform á tertudisk og þjappið deiginu þar í. Kælið
Fylling: Blandið öllu saman í matvinnsluvél, þar til hræran er silkimjúk. Hellið yfir botninn kælið í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Skreytið að með einhverju fallegu.
.
— HRÁTERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — KLÚBBARÉTTIR — AVÓKADÓ –
.