Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Avókadó hráterta raw kaka avókadó terta raw food cake þorgrímsstaðir
Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Seint hætti ég að dásama hrátertur. Þær eru ekki bara hollar heldur líka ljúffengar. Svo er avókadó fullt af góðum fitum. Þessa fallegu ljósgrænu hollustutertu fór vinkona mín með í vinnuna og einn vinnufélagi hennar sagði „Vá, þvílíka kakan!!”

.

HRÁTERTUR — KAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRAVÓKADÓ

.

Avókadó

Avókadó hrákaka

Botn:
1 ½ b kókosmjöl
1 ½ b möndlur
½ tsk salt
350 g döðlur, lagðar í bleyti í 10 mín.
cayenne pipar á hnífsoddi

Fylling:
2 stór avókadó
1/2 b hunang (eða tæplega það)
1/3 b lime safi (eða rúmlega það)
1 dl fljótandi kókosolía

Ferskir ávextir til að skreyta með, kíví, bláber eða annað.

Botn: Malið möndlur í matvinnsluvél, bætið við kókosmjöli, döðlum (hellið vatninu af) og salti.  Setjið hringform á tertudisk og þjappið deiginu þar í. Kælið

Fylling: Blandið öllu saman í matvinnsluvél, þar til hræran er silkimjúk. Hellið yfir botninn kælið í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Skreytið að með einhverju fallegu.

Avókadóterta

.

HRÁTERTUR — KAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRAVÓKADÓ

— AVÓKADÓHRÁKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil. Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017. Nýlega fór fram hin árlega smákökusamkeppni Kornax. Fjölmargar dásamlega góðar smákökur kepptu og dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Eftir að hafa fækkað niður í tuttugu voru þær smakkaðar aftur og gefin stig. Að því búnu voru stigin talin og hér er topp 4 listinn

Rice krispies góðgæti með Þristi

 

 

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi.