Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk lazy Þorgrímsstaðir lazy daisy terta kaffimeðlæti kókosmjöl halldóra Eiríksdóttir
Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

Fólk sem bakar mikið skrifast sjaldnast við uppskriftirnar aðferða, hita á ofni eða hversu lengi á að baka. Það hefur einhverja óútskýrða tilfinningu fyrir þessu. Halldóra systir mín sendi mér uppskirft að Sjónvarpsköku. Þar er engin lýsing á neinu. ég skrifaði til baka hvort ég ætti að baka hana í 30 mín. Svarið kom strax: CA

Annars er áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna Sjónvarpskaka ber þetta nafn, gæti uppskriftin hafa borist hingað til lands á fyrstu árum Sjónvarpsins?

— KAFFIMEÐLÆTIKÓKOSMJÖLHALLDÓRA ESJÓNVARP

.

Eftir að ég setti kókoskaramelluna yfir þá hækkaði ég hitann í 190°C þannig urðu kókostopparnir aðeins brúnni.

Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

4 egg
300 g sykur (um 1 1/2 b)
2 tsk vanillusykur
250 g hveiti (um 1 1/2 b)
2 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 g smjör, brætt

Kókoskaramella

125 g smjör
100 g kókosmjöl (1b)
125 g púðursykur (1b)
4 msk mjólk
1/2 tsk salt

Botn: Þeytið saman egg og sykur, bætið við vanillusykri, hveiti lyftidufti, mjólk og smjöri. Smyrjið form og hellið deiginu í. Bakið við 175°C í um 30 mín. Útbúið kókoskaramelluna á meðan kakan bakast:

Ofan á: Bræðið saman í potti smjör, kókosmjöl, púðursykur, mjólk og salt. Hellið yfir kökuna og bakið áfram í um 10 mín.

Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

.

— KAFFIMEÐLÆTIKÓKOSMJÖLHALLDÓRA ESJÓNVARP

— KLASSÍSKA SJÓNVARPSKAKAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffihúsið Pallett í Hafnarfirði

Pallett - Albert og Pálmar Pallett

Það er reglulega heimilislegt að fara á Pallett, til þeirra Davids og Pálmars. David kemur með sín ensku áhrif (bestu Scones á Íslandi) og er Pálmar margfaldur Íslandsmeistari kaffibarþjóna. Hér er allt heimalagð frá grunni, eins og í öllum góðum eldhúsum.

Lífsgæði og hamingja – Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Við Elísabet Reynisdóttir verðum á Hótel Héraði með fyrirlestur kl 20 í kvöld, fimmtudag.

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.

Ítölsk peru- og möndlukaka

Ítölsk peru- og möndlukaka. Það er notalegt að finna ilminn af nýbökuðu kaffimeðlæti, einhver óútskýrð hlýja sem fylgir því. Peru- og möndlukakan er einföld og góð terta sem allir elska hana. Möndlumjölið gefur ljúffengt bragð sem passar vel með perunum. Kökuna má bera fram heita eða við stofuhita. Það má líka minnka smjörið og nota olíu á móti, þannig verður kakan ennþá mýkri og aðeins hollari. Bökum og bjóðum upp í kaffi