Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðlukaka Döðluterta hnetur súkkulaði kókosmjöl
Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðluterta með miklu súkkulaði

Þessa dagana er ég svagur fyrir rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Í kornflexkökurnar um daginn notaði ég það til helminga og kom mjög vel út. Bakaði döðlutertu og ákvað að setja extra mikið af súkkulaði og brytja það gróft. Hráefnið tók ég til með góðum fyrirvara og setti í skál: fyrst döðlur vökva yfir, þá súkkulaði, kókosmjöl, salt, chili og hveiti og láta bíða þannig (án þess að blanda saman). Síðan er eggjunum bætt við og öllu hrært saman rétt áður en tertan fer í ofninn. Hentar fullkomlega ef þið viljið bjóða upp á nýbakaða tertu eftir aðalréttinn eða sjáið fram á nauman tíma. Döðlurnar draga í sig vökvann og verða enn mýkri.

DÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTUR

.

Döðluterta með miklu súkkulaði

2 msk. hveiti
1 b döðlur, saxaðar gróft
1 msk sykur (eða sleppa honum bara alveg)
tæpur bolli kókosmjöl
100 g dökkt súkkulaði, saxað gróft
150 g. Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti, saxað gróft
2 egg
3 msk matarolía
2/3 tsk salt
smá chili
1 tsk lyftiduft
vatn, ca 1, 5 dl

Blandið öllu saman í skál og hrærið saman, þynnið með vatni eins og þarf. Bakið við 175°C í ca 25 mín.  Berið fram með rjóma.

Öllum hráefnum blandað saman og þynnt með vatni eins og þarf.

.

DÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTUR

— DÖÐLUTERTA MEÐ MIKLU SÚKKULAÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun. Við Bergþór skiptumst á að skipuleggja mánaðarlegar samverustundir, koma hvor öðrum aðeins á óvart og gera eitthvað sem við gerum ekki dags daglega. Gaman saman í mars var að láta koma okkur á óvart hjá Heilsu og útliti í Hlíðarsmára. Hjónin Sandra og Eyfi tóku á móti okkur. Hún hefur sérhæft sig í sogæðameðferðum og hann var að koma heim eftir að hafa lært tannhvíttun á Englandi

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff. Suma morgna setjum við grænmeti í safapressu og drekkum safann okkur til mikillar ánægju. Oftar en ekki hef ég lent í vandræðum með hratið, mér er frekar illa við að henda því. En nú er komin lausn: blanda soðnum baunum saman við hratið ásamt steiktum lauk. Útbúa buff, velta upp úr grófu haframjöli og steikja.

Pitsusósa – Pizza pronto

Pitsusósa - Pizza pronto. Eitt besta „aukaheimilistæki" sem til hefur verið hér á bæ er lítill pitsuofn, hann skilaði sínu vel og var óspart notaður. Þá áttum við oft deig og pitsusósu í ísskápnum og þá var hægt að útbúa pitsu með litlum fyrirvara. Síðan bræddi elsku pitsuofninn úr sér og var sárt saknað.....

Það er nú ekki svo mikið mál að útbúa pitsusósu. Þegar pitsur urðu vinsælar hér fyrst var hægt að kaupa pitsusósu sem hét Pizza Pronto - óskaplega þægilegt og mig minnir að það hafi líka bragðast ágætlega. Kannski fæst Pizza Pronto ennþá. Víða eru pitsusósur enn kallaðar Pissa Prontó, við skulum ekki hætta því.