Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðlukaka Döðluterta hnetur súkkulaði kókosmjöl
Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðluterta með miklu súkkulaði

Þessa dagana er ég svagur fyrir rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Í kornflexkökurnar um daginn notaði ég það til helminga og kom mjög vel út. Bakaði döðlutertu og ákvað að setja extra mikið af súkkulaði og brytja það gróft. Hráefnið tók ég til með góðum fyrirvara og setti í skál: fyrst döðlur vökva yfir, þá súkkulaði, kókosmjöl, salt, chili og hveiti og láta bíða þannig (án þess að blanda saman). Síðan er eggjunum bætt við og öllu hrært saman rétt áður en tertan fer í ofninn. Hentar fullkomlega ef þið viljið bjóða upp á nýbakaða tertu eftir aðalréttinn eða sjáið fram á nauman tíma. Döðlurnar draga í sig vökvann og verða enn mýkri.

DÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTUR

.

Döðluterta með miklu súkkulaði

2 msk. hveiti
1 b döðlur, saxaðar gróft
1 msk sykur (eða sleppa honum bara alveg)
tæpur bolli kókosmjöl
100 g dökkt súkkulaði, saxað gróft
150 g. Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti, saxað gróft
2 egg
3 msk matarolía
2/3 tsk salt
smá chili
1 tsk lyftiduft
vatn, ca 1, 5 dl

Blandið öllu saman í skál og hrærið saman, þynnið með vatni eins og þarf. Bakið við 175°C í ca 25 mín.  Berið fram með rjóma.

Öllum hráefnum blandað saman og þynnt með vatni eins og þarf.

.

DÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTUR

— DÖÐLUTERTA MEÐ MIKLU SÚKKULAÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.