Auglýsing
Quiche Lorraine, baka, frönsk baka, egg, beikon, Templarinn, Fáskrúðsfjörður, Quiche Lorraine - franska góða bakan Frakkland franskur matur góð baka beikon bökudeig smjördeig skInka egg ostur bökudeig þorgrímsstaðir
Quiche Lorraine – franska góða bakan sem á alltaf vel við.

QUICHE LORRAINE

Bergþór kom austur og bakaði skínandi böku, sem gerði gríðarlega lukku. Hann samþykkti að deila uppskriftinni með lesendum alberteldar, ef hann fengi Nutella-pizzu í eftirrétt.
„Þessa böku gerði hin franska „móðir“ mín þegar ég var skiptinemi í Frakklandi. Eiginlega hafði ég allt mitt vit úr henni árin eftir að ég kom heim, en þá þótti allt sem hún hafði reitt fram frekar framandi hér á landi, en jafnframt einstaklega ljúffengt. Ýmsar bökur (tartes) voru þar fremstar í flokki.”

FRAKKLANDBERGÞÓR — BÖKURSKINKASALÖT

.

QUICHE LORRAINE

QUICHE LORRAINE

Smjördeig:

4 dl hveiti
1 tsk salt
100 g kalt smjör í teningum
vatn (kringum 1 dl)

Blandið hveiti og salti saman í skál. Myljið smjör saman við. Bleytið að lokum með vatni og finnið út smám saman hvenær deigið loðir saman, en er ekki rennandi blautt.

Geymið í ísskáp í nokkra klukkutíma, þá er auðveldara að eiga við það, en það má líka vinna það í bökuform strax. Stingið með gaffli og bakið í u.þ.b. 10 mín., áður en fyllingin er sett í.

Fylling:

4 egg
4 dl rjómi
salt, pipar, 2 tsk dill, 1/2 tsk múskat
250 g skinka (eða skinka og beikon til helminga)
1 poki rifinn ostur (má gjarnan rífa sterkan ost til viðbótar)
1/2 bréf beikon

Þeytið egg og rjóma saman með gaffli. Saltið, piprið og kryddið.

Skerið hamborgaraskinku í strimla og blandið saman við eggjahræruna ásamt ostinum.

Skerið beikon í litla bita og leggið ofan á.

Bakið við 175°C í u.þ.b. hálftíma eða þar til bakan hefur tekið góðan lit.

Berið fram með góðu salati.

.

FRAKKLANDBERGÞÓR — BÖKURSKINKASALÖT

— QUICHE LORRAINE —

.

Auglýsing