Konfektterta – ein sú allra besta

Konfektterta, konfekt, kókosmjöl nammikaka nammiterta páskar páskaterta veisluterta terta kaka súkkulaðikrem kókos þorgrímsstaðir kaka marengs
Konfektterta er ein sú allra besta

Konfektterta – ein sú allra besta

Í minningunni voru konfekttertur í öllum barnaafmælum já og bara í öllum kaffiveislum í gamla daga. Kókosmjöl hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þarf nú varla að taka fram að mér þótti þessi terta hið mesta lostæti – og finnst ennþá. Í sumum uppskriftum eru botnarnir bakaðir á lágum hita í langan tíma, eins og marengs. Sjálfum finnst mér betra að baka á frekar háum hita og hafa botnana mjúka inní þegar þeir koma úr ofninum.

Bakið Konfekttertu og ég get lofað því að það verður ekki ein sneið eftir.

KONFEKTTERTURTERTURKÓKOSMJÖLKONFEKT

.

Konfektterta
Baksturinn undirbúinn

Konfektterta

6 eggjahvítur

200 g flórsykur (1 1/2 b)

200 g kókosmjöl (2 2/3 b)


6 eggjarauður

100 g flórsykur (tæplega bolli)

130 g súkkulaði (ljóst og dökkt til helminga)

130 g smjör

Konfektmolar

Botnar: Aðskiljið eggin og þeytið hvíturnar með flórsykrinum og þeytt þar til blandan er stífþeytt. Bætið kókosmjölinu saman við með sleif. Leggið kringlóttan disk á bökunarpappír og teiknið tvo hringi.
Setjið deigið þar á og bakið við 180°C í um 25 mín(fer eftir ofnum eins og alltaf)

Krem: Bræðið súkkulaðið og smjör í vatnsbaði og látið kólna aðeins. Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman. Hellið varlega saman við eggjablönduna og hrærið vel saman.
Setjið hluta af kreminu á milli botnanna og smyrjið afganginum ofan á tertuna.

Skreytið með konfektmolum

Konfektterta
Konfekttertan góða
Brugðið á leik með sneið af konfekttertunni

.

KONFEKTTERTURTERTURKÓKOSMJÖLKONFEKT

— KONFEKTTERTA – EIN SÚ ALLRA BESTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lasagna með ricotta- og spínathjúp – fullkomið fjörefnafóður

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp. Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er -  .

Salthnetukaka


Salthnetukaka

Salthnetukaka. Heiðurspiltarnir og söngpípurnar Þorvaldur og Ásgeir Páll komu í kaffi og tóku hressilega til matar síns. Það er ótrúlega gaman að gefa þeim að borða

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Lax sítróna pestó

Steiktur lax með pestói og ostaraspi. Það er góð hugmynd að safna saman brauðafgöngum og búa til úr þeim brauðrasp. Brauðið sem ég notaði í þennan rétt þurrkaði ég í bakaraofninum og malaði svo í matvinnsluvélinni.

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.

Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni

Jarðaberja-og Baileysterta. Við Bergþór hittum eldhressar kvenfélagskonur í Grundarfirði og fórum yfir nokkur gagnlega atriði um borðsiði, kurteisi og annað. Þær slógu upp kökusamkeppni og fengu okkur til að dæma. Af mörgum góðum tertum sem voru í boði stóð þessi uppúr. Ingibjörg Anna, sem nýgengin er í kvenfélagið, kom sá og sigraði glæsilega.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave