Þambið ekki nýmjólk

Fjóla stefáns húsmæðraskólinn ósk Ísafirði ísafjörður
Matreiðslubók sem Fjóla Stefáns forstöðukona Húsmæðraskólans Óskar gaf út.

 Í staðinn fyrir kaffi og te ætti að drekka mjólk, þar sem nóg er af henni. Þó er ekki gott að þamba tóma nýmjólk, hún hleypur í maganum í stóra osta og er þá tormelt.

Matreiðslubók. leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns 1916

FJÓLA STEFÁNS HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSKGÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIÍSAFJÖRÐUR— BORÐSIÐIR/KURTEISI

— ÞAMBIÐ EKKI MJÓLK —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.

Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum – Íslandsmeistarauppskrift

Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum. Það var notalegt í gamla daga að vakna á sunnudagsmorgnum og finna ilminn af lambasteikinni á meðan messan hljómaði í útvarpinu. Hægeldað lambalæri er alveg kjörið að hafa í matinn, silkimjúkt og bragðgott með góðri fyllingu. Helga systurdóttir mín er Íslandsmeistari kjötiðnaðarnema. þessi uppskrift er frá henni komin og vel má mæla með henni. Að vísu notaði ég koníak í staðinn fyrir viskíið en það breytir held ég ekki öllu.

Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn. Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri" pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða. Ræddum við mjög líflegt starfsfólk Seðlabankans um borðsiði, kurteisi en þó mest um viðskiptamálsverði. Mikill munur er á að fara út að borða með vinum eða fara í viðskiptamálsverð. Dags daglega erum við bæði frjálsleg og laus við öll formlegheit. Þegar kemur að viðskiptamálsverðum verður að hafa mikilvægi þeirra í huga og því getur verið nauðsynlegt að koma vel undir búinn.