Kúrbítsrúllur með valhnetufyllingu

Kúrbítsrúllur með valhnetufyllingu kúrbítur Sigrún Hjálmtýsdóttir Diddú hnetur valhnetur
Kúrbítsrúllur með valhnetufyllingu

Kúrbítsrúllur með valhnetufyllingu

Sigrún Hjálmtýsdóttir er ekki bara framúrskarandi söngkona hún er líka afar flink í eldhúsinu og alltar eitthvað gott með kaffinu hjá frúnni í Mosfellsdalnum. Diddú er listakokkur.

— DIDDÚ — KÚRBÍTURVALHNETUR

.

Kúrbítsrúllur með valhnetufyllingu

1 kg. kúrbítur skorið í örþunnar sneiðar og þurrsteikt á pönnu.

300 g valhnetur

3 shallottu laukar

3 hvítlauksrif

ferskt kóriander

fersk steinselja

sletta af rauðvínsediki

paprikuduft

salt

góð olía

Allt maukað vel í matvinnsluvél.

Kjörnum úr granatepli blandað saman við með sleif.

“Deiginu” smurt í kúrbítssneið og rúllað upp.

— DIDDÚ — KÚRBÍTURVALHNETUR

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostakúla

Ostakúla. Við eigum það til að vanmeta einfaldleikann þegar matargerð er annars vegar. Ostakúlan er einföld, falleg og bragðgóð. Með henni má bera fram kex eða niðurskorið snittubrauð. Stundum er gott að vinna sér í haginn, ostakúlan er útbúin daginn áður en hún er borin á borð.

Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn. Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri" pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.