Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt bláber baka þorgrímsstaðir
Bláberjabaka, sumarleg, einföld og gómsæt – á alltaf vel við.

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Stundum höfum við lítinn tíma og vantar kaffimeðlæti með stuttum fyrirvara. Þessa bláberjaböku má útbúa með mjög stuttum fyrirvara og bera fram beint úr ofninum. Ótrúlega einföld, sumarleg baka sem á alltaf við.

— BLÁBERBÖKURKÓKOSMJÖL

.
Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Bláberjabaka

100 g smjör
1 1/2 b kókosmjöl
1 og 1/2 dl hveiti
1 dl sykur
1/3 tsk salt
3-4 dl bláber
1 tsk sykur til að setja yfir fyrir bakstur

Bræðið smjörið í potti, bætið öllu nema berjunum saman. Þrýstið hluta deigsins innan í eldfast mót (líka aðeins uppá barmana). Setjið bláberin yfir deigið. Dreifið restinni af deiginu yfir berin, stráið sykri yfir

Bakið við 200°C í 20 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.

.

BLÁBERBÖKURKÓKOSMJÖL

— SUMARLEG BLÁBERJAKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Ofnbakaður lax með brauðhjúp

fiskur

Ofnbakaður lax með brauðhjúp. Enn einn rétturinn úr Downton Abbey þáttunum. Ef vill má strá nokkrum kornum af raspi yfir fiskinn áður en hann fer í ofninn. Auðvitað þarf ekki að nota lax en eins og kunnugt er er feitur fiskur hollari og því um að gera að hafa það bak við eyrað.