Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt bláber baka þorgrímsstaðir
Bláberjabaka, sumarleg, einföld og gómsæt – á alltaf vel við.

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Stundum höfum við lítinn tíma og vantar kaffimeðlæti með stuttum fyrirvara. Þessa bláberjaböku má útbúa með mjög stuttum fyrirvara og bera fram beint úr ofninum. Ótrúlega einföld, sumarleg baka sem á alltaf við.

— BLÁBERBÖKURKÓKOSMJÖL

.
Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Bláberjabaka

100 g smjör
1 1/2 b kókosmjöl
1 og 1/2 dl hveiti
1 dl sykur
1/3 tsk salt
3-4 dl bláber
1 tsk sykur til að setja yfir fyrir bakstur

Bræðið smjörið í potti, bætið öllu nema berjunum saman. Þrýstið hluta deigsins innan í eldfast mót (líka aðeins uppá barmana). Setjið bláberin yfir deigið. Dreifið restinni af deiginu yfir berin, stráið sykri yfir

Bakið við 200°C í 20 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.

.

BLÁBERBÖKURKÓKOSMJÖL

— SUMARLEG BLÁBERJAKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Óvenju íhaldssamir eiginmenn

Þvottur og ræsting

Óvenju íhaldssamir eiginmenn. Húsmæður hafa fyrir löngu skilið, að vélar geta létt störf þeirra, alveg eins og vélarnar hafa fyrir löngu létt jarðyrkju og iðnað, en eiginmennirnir eru oft óvenjulega íhaldssamir, þegar um er að ræða hjálpartæki við innistörf.