Nokkrir ómissandi og gagnlegir punktar úr matreiðslubók frá 1915

Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eftir Jóninnu Sigurðardóttur
Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eftir Jóninnu Sigurðardóttur

Nokkrir ómissandi og gagnlegir punktar úr matreiðslubók frá 1915

Góð lesning sem birtist í matreiðslubók sem gefin var út árið 1915 sem heitir Ný matreiðslubók fyrir fátæka og ríka og greinir m.a. frá ýmislegu um kaffidrykkju. Höfundur bókarinnar er Jóninna Sigurðardóttir .

GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIKURTEISI — JÓNINNA SIGURÐARHELGA SIGURÐARÍSLENSKT

.

„Ef matseljan er sóði getur hlotist af því mikið illt. Maturinn getur af þeim ástæðum orðið óhollur eða jafnvel banvænn. Alla vega verður maturinn ólystugri sem er óþrifalega framborinn. Besta ráðið til að kippa þessu í lag er að kenna matseljum að nota heilann og hugsa um verkið sem þær eiga að gjöra”.

„…það sem leiðir til óhófs er að belgja í sig alltof miklu af eggjahvíturíkum mat eins og kjöt og fiski. Í stað þess er hollara og ódýrara að nota mjólkurmat, brauð og annan kornmat. En svo er eitt sem er vert að spara og það er KAFFI sem er hrein og bein munaðarvara því í því er engin næring. Víða hér á landi er sá ávani kominn á að stöðugt er verið að sulla í sig kaffi, bæði með máltíðum og á milli þeirra. Það eru ekki ýkjur að á fjöldamörgum heimilum er kaffið borið fram þrisvar til fjórum sinnum á dag. Þessi óþarfi þarf að leggjast niður því að of mikil kaffidrykkja veiklar taugarnar og meltingarfærin. Og allir vel vitibornir menn eiga að sjá sóma sinn í að kasta ekki peningum sínum á glæ. Kaffi á einungis að bera fram með máltíð sem skal borða milli 4 og 5 og er annað kaffi aldeilis óþarfi”.

„Alls ekki skal skal drekka kaffi á fastandi maga því einmitt þá er kaffið óhollt og síst þörf á hressingu þegar maður er nývaknaður. Áður en gengið er til vinnu er ólíkt hollara að neyta lítillar máltíðar heldur en að æsa taugarnar með næringarlitlu kaffi. …einhver heppilegasti morgunverður er hafragrautur með mjólk út á og bæta má við brauði eða slátri fyrir þá sem eiga að ganga til erfiðrar vinnu”.

„Ekki skal bera kaffi á borð fyrir gesti nema milli 4 og 5 þegar það er eftirmiðdagskaffi því annars kemur það óreglu, bæði fyrir heimilið og gestina auk þess sem það kemur sér illa fyrir meltingarfæri þeirra”.

„…mörgum finnst þeir endilega þurfa að súpa morgunkaffi til að hressa sig við en í rauninni er þessari hressingu þannig varið að kaffið verkar æsandi á taugakerfið og örfar blóðrásina í bili. Þessari verkun kaffisins má líkja við sem svipuhögg hefur á þreyttan hest”.

🇮🇸

GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIKURTEISI — JÓNINNA SIGURÐARHELGA SIGURÐARÍSLENSKT

— NOKKRIR GAGNLEGIR PUNKTAR ÚR MATREIÐSLUBÓK FRÁ 1915 —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Það er eitthvað notalegt við að vera í átthagafélagi. Því miður eiga þau mörg undir högg að sækja með breyttu landslagi í stafrænni tækin, greiðari og auknum ferðalögum, aukinni afþreyjingu og ýmsu fleiri. Það að vera í átthagafélagi fær fólk til að hugsa hlýlega til heimahaganna og svo eru stundum kaffisamkomur eins og hjá Fáskrúðsfirðingafélaginu í dag.

Valhnetu- og sveppapaté

pate

Valhnetu- og sveppapaté. Verst að maður á svo erfitt með að hætta að borða patéið og þess vegna er ekki verra að tvöfalda uppskriftina, enda allt í lagi að gúffa í sig...

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Konungsætt – ægigóð og ljúffeng kaka

Konungsætt. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Eitt árið voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Guðný Sölvadóttir bakaði Konungsætt og skreytti afar fallega. Ekki veit ég hvernig nafnið á kökunni er tilkomið en gaman væri að heyra það ef einhver veit.