Auglýsing
Tíramisú trufflur Tiramisu mascarpone súkkulaði lady fingers ÍTALÍA ítalskur matur
Tíramisú trufflur

Tíramisú trufflur

Jæja gott fólk, haldið ykkur nú fast, þessar trufflur ertu gjörsamlega óborganlega góðar. Sleppið megruninni og drífið í að útbúa Tiramisútrufflur.

🇮🇹

TRUFFLURÍTALÍATIRAMISÚMASCARPONE

🇮🇹

Tíramisú trufflur

24 Lady fingers

2 msk sykur

½ tsk salt

1 ds Mascarpone, við stofuhita

2 msk espressó kaffi

200 g dökkt gott súkkulaði

1 msk olía

1 msk neskaffiduft

Setjið Lady fingers, sykur og salt í matvinnsluvél og myljið fínt. Takið frá ca 2 msk til að dreifa ofan á trufflurnar í lokin.
Setjið Mascarpone í skál og þeytið með píski. Bætið kaffinu við smátt og smátt. Látið loks Ladyfingers mulninginn saman við og hrærið saman með sleif. Mótið litlar kúlur, setjið á disk og kælið vel í ísskáp eða í frysti.
Bræðið súkkulaði ásamt olíu í vatnsbaði. Veltið kúlunum upp úr súkkulaðinu og setjið á bökunarpappír. Stráið neskaffidufti og Ladyfingers mulningnum yfir áður en súkkulaðið verður hart. Geymið í ísskáp eða í frysti.

🇮🇹

ÍTALÍATIRAMISÚMASCARPONE

— TIRAMISU TRUFFLUR —

🇮🇹

Auglýsing