Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf
Matarmiklar súpur eru dásamlega góðar. Í súpuna má nota hvaða eftirlætis fisktegundir sem. Súpuna bjó ég til með nokkrum fyrirvara, lét hana standa í á þriðja klukkutíma, hitaði svo upp og setti fiskinn saman við.
— FISKISÚPUR — FLEIRI SÚPUR — FISKRÉTTIR — FISKUR Í OFNI —
.
Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf
2 laukar
4 hvítlauksrif
2 paprikur
1/2 tsk chili
3 msk olía
1/2 flaska hvítvín
1 dós niðursoðnir tómatar í bitum
2 msk kjúklingakraftur
1 msk sterkt sinnep
2 msk kjötkraftur
1 ds kókosmjólk
3 msk rifsberjahlaup
salt og pipar
2 – 3 b vatn
1 1/2 b fiskur (t.d. lax, humar, rækjur, surimi, silungur)
Saxið lauk og papriku og steikið í olíu. Bætið öllu við nema fiskinum. sjóðið í um 15 mín.
Bætið fiskinum út í rétt áður en súpan er borin fram.
.
— FISKISÚPUR — FLEIRI SÚPUR — FISKRÉTTIR — FISKUR Í OFNI —
— FISKISÚPAN —
.