Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf

Fiskisúpa - bragðmikil og ljúf fiskur súpa fiskur
Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf

Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf

Matarmiklar súpur eru dásamlega góðar. Í súpuna má nota hvaða eftirlætis fisktegundir sem. Súpuna bjó ég til með nokkrum fyrirvara, lét hana standa í á þriðja klukkutíma, hitaði svo upp og setti fiskinn saman við.

 

FISKISÚPURFLEIRI SÚPURFISKRÉTTIRFISKUR Í OFNI

.

Fiskur í súpuna

Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf

2 laukar

4 hvítlauksrif

2 paprikur

1/2 tsk chili

3 msk olía

1/2 flaska hvítvín

1 dós niðursoðnir tómatar í bitum

2 msk kjúklingakraftur

1 msk sterkt sinnep

2 msk kjötkraftur

1 ds kókosmjólk

3 msk rifsberjahlaup

salt og pipar

2 – 3 b vatn

1 1/2 b fiskur (t.d. lax, humar, rækjur, surimi, silungur)

Saxið lauk og papriku og steikið í olíu. Bætið öllu við nema fiskinum. sjóðið í um 15 mín.
Bætið fiskinum út í rétt áður en súpan er borin fram.

.

FISKISÚPURFLEIRI SÚPURFISKRÉTTIRFISKUR Í OFNI

FISKISÚPAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðsiðir – Topp 5 – mest deilt

Bordsidir 

Borðsiðir - Topp 5 - mest deilt. Hér er topp fimm listin yfir þær borðsiðafærslur sem hafa fengið flestar deilingar. Þið megið gjarnan deila uppáhalds færslunni ykkar. Fróðlegt að sjá hvort listinn breytist

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri... Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar :-)

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Lax sítróna pestó

Steiktur lax með pestói og ostaraspi. Það er góð hugmynd að safna saman brauðafgöngum og búa til úr þeim brauðrasp. Brauðið sem ég notaði í þennan rétt þurrkaði ég í bakaraofninum og malaði svo í matvinnsluvélinni.