Pasta/kjúklingasalat

saumaklúbbur fáskrúðsfjörður grunnskólinn fáskrúðsfirði pasta salat Guðrún Íris Valsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir Michelsen, Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, Ólöf Linda Sigurðardóttir, Margrét Friðriksdóttir og Heiðrún Ósk Ölversdóttir Michelsen.
Pasta- og kjúklingasalat

Pasta/kjúklingasalat

Mörgum saumaklúbbum landsins hefur verið legið á hálsi fyrir að standa ekki undir nafni. Það á ekki við um þennan saumaklúbbnum eru sex konur frá Fáskrúðsfirði. Þær hittast a.m.k. einu sinni í mánuði, sinna handavinnunni af miklum móð í dágóða stund áður en þær setjast til borðs og njóta veitinga þeirrar sem býður heim í það skiptið. Eins og siður er í góðum saumaklúbbum var margt saumað og prjónað í vetur en einnig kynntust þær silfursmíði og smíðuðu sér allar hálsmen. Klúbburinn var stofnaður fyrir nokkrum árum þegar þær störfuðu allar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Það er afar létt yfir hópnum, mikið talað og mikið hlegið. Þær segjast vera duglegar að prófa nýja rétti og tertur eru í sérstöku uppáhaldi.

.

SALÖT — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURSAUMAKLÚBBARKJÚKLINGUR

.

Margrét, Guðrún, Ólöf Linda, Hrafnhildur Una, Heiðrún Ósk og Guðrún Íris.

Pasta/kjúklingasalat

400 g pasta

100 g klettasalat

2-3 kjúklingabringur

1 dl sólblómafræ olivuolía

Salt og pipar

Sjóðið pasta eins og stendur á umbúðum. Skerið bringurnar í strimla og kryddið með salti og pipar, steikið svo á pönnu upp úr olivuolíu. Ristið sólblómafræ upp úr olivuolíu á pönnu þar til þau hafa fengið á sig fallegan lit. Blandið öllu saman í stóra og víða skál.

sósa

4 msk. sólþurrkaðir tómatar

1 tsk. basililku lauf

2 tsk. steinselja

1 dl ólivuolía

2 msk. balsamic edik

1 tsk. hlynsýróp.

Setjið þetta allt í blandara eða matvinnsluvél og berið fram með pastasalatinu. Gott er að hafa brauð með ef maður vill

Frá vinstri: Guðrún Íris Valsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir Michelsen, Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, Ólöf Linda Sigurðardóttir, Margrét Friðriksdóttir og Heiðrún Ósk Ölversdóttir Michelsen

.

SALÖT — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURSAUMAKLÚBBARKJÚKLINGUR

PASTA- OG KJÚKLINGASALAT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þambið ekki nýmjólk

Í staðinn fyrir kaffi og te ætti að drekka mjólk, þar sem nóg er af henni. Þó er ekki gott að þamba tóma nýmjólk, hún hleypur í maganum í stóra osta og er þá tormelt.

Matreiðslubók. leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns 1916

Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Oreo-browniesterta. Peter kom með undurgóða tertu í síðasta föstudagskaffi sem endaði með því að við vorum óvinnufær lengi á eftir.... Nei grín! Tertan var samt borðuð upp til agna á skammri stundu - þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)