Spínatsalat Kristínar

Spínatsalat Kristínar kristín ingvadóttir spínat salat jarðarber furuhnetur góð dressing þorgrímsstaðir
Spínatsalat Kristínar

Spínatsalat Kristínar

Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir af vel volgri dressingu á salat, Kristín Ingvadóttir útbýr oft dressingu úr púðursykri, hvítvínsediki og smjöri sem hún setur yfir spínatsalat. Ýmist hefur hún spínatsalatið sem meðlæti en stundum bætir hún við það hráskinku og hefur sem aðalrétt.

— SALÖTDRESSINGJARÐARBER

.

Kristín Ingvadóttir

Spínatsalat Kristínar

Spínat

Geitaostur (mjúkur smurgeitaostur)

jarðarber

furuhnetur

hráskinka

Skolið spínatið og setjið á stóran disk. Dreifið geitaosti, jarðarberjum og furuhnetum yfir. Setjið líka hráskinku ef salatið á að vera aðalréttur.

dressing

4 msk smjör

3 msk dökkur púðursykur

1 msk hvítvínsedik

Setjið allt sett í pott og hitið. Hellið vel volgri dressingunni yfir salatið og berið strax fram.

.

— SPÍNATSALAT KRISTÍNAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svalandi rabarbaradrykkur

IMG_8742

Svalandi rabarbaradrykkur. Drykkur þessi er góður mjög hressandi og ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva (sem mætti nú eiginlega kalla þykkni)

Pistasíu- og granateplaterta

Pistasíu- og granateplaterta. Sú hefð hefur myndast hér að baka páskatertu ársins. Á hverju ári bökum við nýja tertu sem hlýtur sæmdartitilinn Páskaterta ársins. Hér má sjá lista yfir páskatertur síðustu ára Að þessu sinni er það undurgóð pistasíu- og granateplaterta. Guð minn góður hvað þessi terta er ljúffeng og það sem meira er: Daginn eftir er hún enn betri. Gleðilega páska

SaveSave

SaveSave

SaveSave