Auglýsing
Spínatsalat Kristínar kristín ingvadóttir spínat salat jarðarber furuhnetur góð dressing þorgrímsstaðir
Spínatsalat Kristínar

Spínatsalat Kristínar

Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir af vel volgri dressingu á salat, Kristín Ingvadóttir útbýr oft dressingu úr púðursykri, hvítvínsediki og smjöri sem hún setur yfir spínatsalat. Ýmist hefur hún spínatsalatið sem meðlæti en stundum bætir hún við það hráskinku og hefur sem aðalrétt.

— SALÖTDRESSINGJARÐARBER

.

Kristín Ingvadóttir

Spínatsalat Kristínar

Spínat

Geitaostur (mjúkur smurgeitaostur)

jarðarber

furuhnetur

hráskinka

Skolið spínatið og setjið á stóran disk. Dreifið geitaosti, jarðarberjum og furuhnetum yfir. Setjið líka hráskinku ef salatið á að vera aðalréttur.

dressing

4 msk smjör

3 msk dökkur púðursykur

1 msk hvítvínsedik

Setjið allt sett í pott og hitið. Hellið vel volgri dressingunni yfir salatið og berið strax fram.

.

— SPÍNATSALAT KRISTÍNAR —

Auglýsing