Spínatsalat Kristínar

Spínatsalat Kristínar kristín ingvadóttir spínat salat jarðarber furuhnetur góð dressing þorgrímsstaðir
Spínatsalat Kristínar

Spínatsalat Kristínar

Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir af vel volgri dressingu á salat, Kristín Ingvadóttir útbýr oft dressingu úr púðursykri, hvítvínsediki og smjöri sem hún setur yfir spínatsalat. Ýmist hefur hún spínatsalatið sem meðlæti en stundum bætir hún við það hráskinku og hefur sem aðalrétt.

— SALÖTDRESSINGJARÐARBER

.

Kristín Ingvadóttir

Spínatsalat Kristínar

Spínat

Geitaostur (mjúkur smurgeitaostur)

jarðarber

furuhnetur

hráskinka

Skolið spínatið og setjið á stóran disk. Dreifið geitaosti, jarðarberjum og furuhnetum yfir. Setjið líka hráskinku ef salatið á að vera aðalréttur.

dressing

4 msk smjör

3 msk dökkur púðursykur

1 msk hvítvínsedik

Setjið allt sett í pott og hitið. Hellið vel volgri dressingunni yfir salatið og berið strax fram.

.

— SPÍNATSALAT KRISTÍNAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins - Hannesarholt. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.