Auglýsing
Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum Breiðdalur þorgrímsstaðir haframjöl pekanhnetur
Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum

Í góða veðrinu í sumar vann ég á sumarhóteli á þorgrímsstöðum í Breiðdal. Reglulega var bakað bananabrauð sem ég tengi beint við dvölina í sveitasælunni. Oftar en ekki gúffuðum við í okkur nýbakað brauðið með smjöri sem bráðnaði á sneiðinni.

🍌

BANANABRAUРBREIÐDALURBANANAR

🍌

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum

1 b smjör
2/3 b púðursykur
3 egg
4-5 bananar, vel þroskaðir og stappaðir með gaffli
1 1/2 b spelt
1 b gróft haframjöl
1 1/2 b pekanhnetur, saxaðar gróft
1 msk kókosflögur
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt eða rúmlega það
1/2 tsk vanillukorn

Þeytið saman smjör og púðursykur. Blandið eggjum og stöppuðum banönum við smjör og sykurblönduna. Blandið saman þurrefnum og bætið þeim saman við eggja-, smjör-, sykur og bananablönduna. Bætið loks pekanhnetum og kókosflögum út í deigið.

Setjið í tvö brauðform (lítil) sem búið er að smyrja. Bakið við 175°C í um 55 mín. Berið fram með smjöri og osti.

🍌

BANANABRAUРBREIÐDALURBANANA

— BANANABRAUÐIÐ Á ÞORGRÍMSSTÖÐUM —

🍌

Auglýsing