Frönsk súkkulaðisæla – hættulega góð

Frönsk súkkulaðisæla – hættulega góð súkulaðiterta súkkulaði terta kaka þorgrímsstaðir
Frönsk súkkulaðisæla, hættulega góð

Frönsk súkkulaðisæla, hættulega góð

Er hægt að fá nóg af góðum súkklaðitertum? Það jafnast ekkert á við þessa. Ætti eiginlega að standa á miða við hana: VARÚÐ! HÆTTULEGA GÓÐ!

SÚKKULAÐITERTUR

.

Frönsk súkkulaðisæla, hættulega góð

½ b sterkt kaffi

150 g púðursykur (1 b)

150 g sykur (tæplega 1 b)

1/2 tsk salt

350 g smjör

100 g mjólkursúkkulaði

300 g suðusúkkulaði

5-6 egg

Aðferð:

Hitið kaffi í potti, hellið púðursykri og sykri út í og hitið að suðu, þar til bráðið. Takið pottinn af hellunni og bætið súkkulaði og smjöri út í og hrærið saman. Þegar allt er bráðið, bætið þá eggjunum út í, einu í einu.

Hellið í mót með bökunarpappír í botni eða sílíkonform. Bakið við 180°C í 45-60 mín.

Kakan er blaut í miðjunni. Látið hana kólna í nokkrar klukkustundir, áður en hún er tekin úr forminu. Má geyma í ísskáp yfir nótt en berið hana fram við stofuhita.

SÚKKULAÐITERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjuterta

Fikjuterta

Fíkjuterta. Það tók nákvæmlega níu mínútur að gera þessa tertu. Þá átti að vísu eftir að taka til í eldhúsinu - þar var allt í rúst. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður tertan of lin. Mér var bent á að ég væri búinn að skrifa mjög oft að hrákökur eins og þessi er oft jafngóðar ef ekki betri daginn eftir… Þannig að ég ætla ekkert að nefna það núna ;)

Að sjóða hrísgrjón

Hrísgrjón

Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón. Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau - að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.