Frönsk súkkulaðisæla – hættulega góð

Frönsk súkkulaðisæla – hættulega góð súkulaðiterta súkkulaði terta kaka þorgrímsstaðir
Frönsk súkkulaðisæla, hættulega góð

Frönsk súkkulaðisæla, hættulega góð

Er hægt að fá nóg af góðum súkklaðitertum? Það jafnast ekkert á við þessa. Ætti eiginlega að standa á miða við hana: VARÚÐ! HÆTTULEGA GÓÐ!

SÚKKULAÐITERTUR

.

Frönsk súkkulaðisæla, hættulega góð

½ b sterkt kaffi

150 g púðursykur (1 b)

150 g sykur (tæplega 1 b)

1/2 tsk salt

350 g smjör

100 g mjólkursúkkulaði

300 g suðusúkkulaði

5-6 egg

Aðferð:

Hitið kaffi í potti, hellið púðursykri og sykri út í og hitið að suðu, þar til bráðið. Takið pottinn af hellunni og bætið súkkulaði og smjöri út í og hrærið saman. Þegar allt er bráðið, bætið þá eggjunum út í, einu í einu.

Hellið í mót með bökunarpappír í botni eða sílíkonform. Bakið við 180°C í 45-60 mín.

Kakan er blaut í miðjunni. Látið hana kólna í nokkrar klukkustundir, áður en hún er tekin úr forminu. Má geyma í ísskáp yfir nótt en berið hana fram við stofuhita.

SÚKKULAÐITERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Pekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur

Pekansmákökur Kormáks. Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.