Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs innanhússarkitekt
Fyrir tæpum tuttugu árum tókum við baðherbergið í gegn með aðstoð Sigurbjargar Pétusdóttur innanhússarkitekts sem þá var nýkomin heim úr námi frá Ítalíu. Vala Matt gerði ferlinu skil í hinum geysivinsæla þætti Innlit/útlit á Skjá einum. Í einhverjum æskugalsa fór ég í freyðibað sem var sýnt í þættinum ásamt breytingunni frá upphafi til enda. Baðkarið góða gaf sig fyrr í sumar og þá var ekkert annað í stöðunni en ræsa út Sibbu og úr varð að við settum upp sturtu.
— SIBBA PÉTURS — ASPAS — PASTA — EFTIRRÉTTIR — ÍTALÍA —
.
Sibba Péturs er líka listakokkur og tók vel í að elda mat fyrir bloggið (og bjóða okkur í mat)
Ferskur aspas með steiktu eggi og parmesan – Asparagus alla Milanese.
Ferskur aspas, 3-4 á mann soðinn í 3-4 mín í saltvatni. Steikt egg sett ofan á. Að lokum ferskum parmesan dreift yfir.
Tortellini að hætti hússins
1 bréf beikonstrimlar
1 pk sveppir, niðurskornir
1 pk skinka skorin smátt
8 hvítlauksrif, skorin smátt
1/2 rauð og 1/2 gul paprika smátt skornar
1 pk Barilla pasta soðið í 11 mín með 1 tsk af kjötkrafti og smá ólífuolíu.
Steikið beikonið á pönnu í eigin fitu, bætið við sveppunum, hvítlauk og kryddið með pipar. Gott er að pipara sveppina fyrir steikingu. Bætið við olíu á pönnuna ef þarf. Setjið loks skinkuna og paprikuna saman við. Öllu síðan skellt á fat eða skál og blandað saman.
Sósur með pasta, tvær tegundir
1/2 lítri Heimilisrjóma deilt í tvennt
1stk gráðostur sett í einn pott
1stk piparostur settur í annan og blandað saman við rjómann
Meðlæti Ristað brauð að eigin vali og 1 hvítlauksrif sett á hliðardisk – brauðið skrapað með hvítlauknum og olifuoliu dreift yfir brauðið og ekki má gleyma ferskum parmesan sem dreift er yfir réttinn
Eftirréttur Simsalabimm du la Hróðný
100 g appelsínusúkkulaði
50 g dökkt suðusúkkulaði
2 eggjarauður
1 eggjahvíta
2 msk flórsykur
1/2 lítri rjómi, þeyttur
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og látið það kólnar lítið eitt. Þeytið eggjarauður, eggjahvítu og flórsykur. Blandið síðan öllu saman mjög varlega (ekki hræra mikið) deilið í fjögur glös og setjið inn í ísskáp í 2klst.
Setjið súkkulaðimúsina í falleg glös og þeyttan rjóma ofan á. Skreytið með jarðarberi eða öðru fallegu.
— SIBBA PÉTURS — ASPAS — PASTA — EFTIRRÉTTIR — ÍTALÍA —
— ÍTALSKTUR KVÖLDVERÐUR SIBBU PÉTURS —
.