Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs

Sibba Péturs Sigurbjörg pétursdóttir ferskur aspas pasta súkkulaðieftirréttur silkimjúkur eftirréttur Ítalskur matur Ítalía miðjarðarhafið arkitekt innanhússarkitekt
Sigurbjörg Pétursdóttir

Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs innanhússarkitekt

Fyrir tæpum tuttugu árum tókum við baðherbergið í gegn með aðstoð Sigurbjargar Pétusdóttur innanhússarkitekts sem þá var nýkomin heim úr námi frá Ítalíu. Vala Matt gerði ferlinu skil í hinum geysivinsæla þætti Innlit/útlit á Skjá einum. Í einhverjum æskugalsa fór ég í freyðibað sem var sýnt í þættinum ásamt breytingunni frá upphafi til enda. Baðkarið góða gaf sig fyrr í sumar og þá var ekkert annað í stöðunni en ræsa út Sibbu og úr varð að við settum upp sturtu.

SIBBA PÉTURSASPASPASTA — EFTIRRÉTTIRÍTALÍA

.

Baðherbergi fyrir breytingu
Baðið fyrir breytinguna
Baðherbergi eftir breytingu
Baðið eftir breytinguna
Albert í baði
Skjáskot úr þættinum Innlit/útlit

Sibba Péturs er líka listakokkur og tók vel í að elda mat fyrir bloggið (og bjóða okkur í mat)

Ferskur aspas með steiktu eggi og parmesan - Asparagus alla Milanese.
Ferskur aspas með steiktu eggi og parmesan – Asparagus alla Milanese.

Ferskur aspas með steiktu eggi og parmesan – Asparagus alla Milanese.

Ferskur aspas, 3-4 á mann soðinn í 3-4 mín í saltvatni. Steikt egg sett ofan á. Að lokum ferskum parmesan dreift yfir.

Tortellini að hætti hússins
Tortellini að hætti hússins

Tortellini að hætti hússins

1 bréf beikonstrimlar

1 pk sveppir, niðurskornir

1 pk skinka skorin smátt

8 hvítlauksrif, skorin smátt

1/2 rauð og 1/2 gul paprika smátt skornar

1 pk Barilla pasta soðið í 11 mín með 1 tsk af kjötkrafti og smá ólífuolíu.

Steikið beikonið á pönnu í eigin fitu, bætið við sveppunum, hvítlauk og kryddið með pipar. Gott er að pipara sveppina fyrir steikingu. Bætið við olíu á pönnuna ef þarf. Setjið loks skinkuna og paprikuna saman við. Öllu síðan skellt á fat eða skál og blandað saman.

Sósur með pasta, tvær tegundir

1/2 lítri Heimilisrjóma deilt í tvennt

1stk gráðostur sett í einn pott

1stk piparostur settur í annan og blandað saman við rjómann

Meðlæti Ristað brauð að eigin vali og 1 hvítlauksrif sett á hliðardisk – brauðið skrapað með hvítlauknum og olifuoliu dreift yfir brauðið og ekki má gleyma ferskum parmesan sem dreift er yfir réttinn

Eftirréttur Simsalabimm du la Hróðný
Eftirréttur Simsalabimm du la Hróðný

Eftirréttur Simsalabimm du la Hróðný

100 g appelsínusúkkulaði

50 g dökkt suðusúkkulaði

2 eggjarauður

1 eggjahvíta

2 msk flórsykur

1/2 lítri rjómi, þeyttur

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og látið það kólnar lítið eitt. Þeytið eggjarauður, eggjahvítu og flórsykur.  Blandið síðan öllu saman mjög varlega (ekki hræra mikið) deilið í fjögur glös og setjið inn í ísskáp í 2klst.

Setjið súkkulaðimúsina í falleg glös og þeyttan rjóma ofan á. Skreytið með jarðarberi eða öðru fallegu.

SIBBA PÉTURSASPASPASTA — EFTIRRÉTTIRÍTALÍA

— ÍTALSKTUR KVÖLDVERÐUR SIBBU PÉTURS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.