FÓTAOSTUR – uppskriftin sem allir hafa beðið eftir

Jóninna Sigurðardóttir Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916 sviðafætur sviðnar kindafætur fótaostur
Sviðalappir í potti

Fótaostur

Kindafætur eru sviðnar yfir eldsglæðum, þangað til öll loðnan er sviðnuð, skinnið má aldrei brenna. Fæturnir eru svo þvegnir og skafnir úr mörgum vötnum þangað til þeir eru vel hreinir; þá eru þeir soðnir í svo miklu vatni með ögn af salti og það aðeins fljóti yfir, og fæturnir soðnir þangað til beinin eru laus. Fæturnir eru teknir upp úr og öll beinin kreist úr á meðan verið er að hnoða ostinn, og soðinu, sem fyrst er síað, smáhellt saman við. Í ostinn er gott að láta ögn af steyttu allrahanda, pipar, negul og salti eptir smekk. Osturinn er hnoðaður þangað til hann er val samfelldur, þá er hann látinn í blautan klút og presaður þangað til næsta dag. Þá er osturinn skorinn í sundur og súrsaður. Borðaður með málamat.
           

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur – 1916

🇮🇸

Jóninna Sigurðardóttir

🇮🇸

JÓNINNA SIGURÐAR ÍSLENSKTLAMBHELGA SIGURÐAR

 FÓTAOSTUR, FÆRSLAN SEM ENGINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR –

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Albert, Signý og Steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

Pulled pork

Pulled Pork

Pulled pork. Kjartan Örn, sá hinn sami og galdraði fram vinsælt lambalæri hér um árið, á heiðurinn af pullok pork-inu. Hann segir er að þetta sé fyrir marga ögrun í grillmennskunni og að þrátt fyrir langan undirbúning sé þetta einföld matreiðsla.

Skyrterta Maríu

Skyrterta

Skyrterta Maríu. Eftir vel sótta tónleika kvartettsins í Neskaupstað göldruðu nöfnurnar og frænkur mínar María og dótturdóttir hennar, María Lív, fram veislu þar sem meðal annars var boðið upp á höfuga skyrtertu sem skreytt var með jarðarberjum úr garðinum. Ekkinokkurleiðaðhættaaðborðaterta...