FÓTAOSTUR – uppskriftin sem allir hafa beðið eftir

Jóninna Sigurðardóttir Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916 sviðafætur sviðnar kindafætur fótaostur
Sviðalappir í potti

Fótaostur

Kindafætur eru sviðnar yfir eldsglæðum, þangað til öll loðnan er sviðnuð, skinnið má aldrei brenna. Fæturnir eru svo þvegnir og skafnir úr mörgum vötnum þangað til þeir eru vel hreinir; þá eru þeir soðnir í svo miklu vatni með ögn af salti og það aðeins fljóti yfir, og fæturnir soðnir þangað til beinin eru laus. Fæturnir eru teknir upp úr og öll beinin kreist úr á meðan verið er að hnoða ostinn, og soðinu, sem fyrst er síað, smáhellt saman við. Í ostinn er gott að láta ögn af steyttu allrahanda, pipar, negul og salti eptir smekk. Osturinn er hnoðaður þangað til hann er val samfelldur, þá er hann látinn í blautan klút og presaður þangað til næsta dag. Þá er osturinn skorinn í sundur og súrsaður. Borðaður með málamat.
           

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur – 1916

🇮🇸

Jóninna Sigurðardóttir

🇮🇸

JÓNINNA SIGURÐAR ÍSLENSKTLAMBHELGA SIGURÐAR

 FÓTAOSTUR, FÆRSLAN SEM ENGINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR –

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínatbaka

Spínat- og hrísgrjónabaka. Bakan er mjög góð og ekki skemmir fyrir að dásamlegur rósmaríninilmurinn fyllir vitin og allt húsið á meðan hún er í ofninum. Munið bara að spara ekki rósmarínið í þessa böku. Þegar ég tók bökuna úr ofninum hellti ég yfir góðum slatta af olíu og hvítlauksolíu.

Bláberjaterta

Blaberjakaka

Bláberjaterta. Við búum enn svo vel að eiga bláber frá síðasta sumri sem móðir mín tíndi í lítravís og frysti. Berin fóru frosin í botninn og sprungu í hitanum.... Í upphaflegu uppskriftinni, sem hér er lítillega breytt, er tekið fram að kökunni eigi að hvolfa á tertudisk eftir bakstur og bera þannig fram. Þið veljið hvora aðferðina þið notið. Bláberjatertan er vegan, en þeir sem eru vegan borða ekki dýraafurðir, ég veit ekki hvort er til íslenskt orð yfir vegan en auglýsi eftir því hér með (grænmetisæta er ekki nógu gott).