FÓTAOSTUR – uppskriftin sem allir hafa beðið eftir

Jóninna Sigurðardóttir Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916 sviðafætur sviðnar kindafætur fótaostur
Sviðalappir í potti

Fótaostur

Kindafætur eru sviðnar yfir eldsglæðum, þangað til öll loðnan er sviðnuð, skinnið má aldrei brenna. Fæturnir eru svo þvegnir og skafnir úr mörgum vötnum þangað til þeir eru vel hreinir; þá eru þeir soðnir í svo miklu vatni með ögn af salti og það aðeins fljóti yfir, og fæturnir soðnir þangað til beinin eru laus. Fæturnir eru teknir upp úr og öll beinin kreist úr á meðan verið er að hnoða ostinn, og soðinu, sem fyrst er síað, smáhellt saman við. Í ostinn er gott að láta ögn af steyttu allrahanda, pipar, negul og salti eptir smekk. Osturinn er hnoðaður þangað til hann er val samfelldur, þá er hann látinn í blautan klút og presaður þangað til næsta dag. Þá er osturinn skorinn í sundur og súrsaður. Borðaður með málamat.
           

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur – 1916

🇮🇸

Jóninna Sigurðardóttir

🇮🇸

JÓNINNA SIGURÐAR ÍSLENSKTLAMBHELGA SIGURÐAR

 FÓTAOSTUR, FÆRSLAN SEM ENGINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR –

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt. Stundum höfum við lítinn tíma og vantar kaffimeðlæti með stuttum fyrirvara. Þessa bláberjaböku má útbúa með mjög stuttum fyrirvara og bera fram beint úr ofninum. Ótrúlega einföld, sumarleg baka sem á alltaf við.

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna – hugmyndir

Fermingarveisla2015

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna. Heimagerðar veitingar í fermingarveislum eru alltaf hlýlegar, þó að vissulega sé þægilegast að fá þær sendar heim. Aftur á móti er ekki gaman að taka á móti gestunum með sveittan skallann. Góð skipulagning er því höfuðatriði. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á og vert að hafa í huga að fjöldi sorta er ekki sama og gæði. Hentugast og best er að hafa fáar, en góðar! Valið er því mikilvægt.