FÓTAOSTUR – uppskriftin sem allir hafa beðið eftir

Jóninna Sigurðardóttir Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916 sviðafætur sviðnar kindafætur fótaostur
Sviðalappir í potti

Fótaostur

Kindafætur eru sviðnar yfir eldsglæðum, þangað til öll loðnan er sviðnuð, skinnið má aldrei brenna. Fæturnir eru svo þvegnir og skafnir úr mörgum vötnum þangað til þeir eru vel hreinir; þá eru þeir soðnir í svo miklu vatni með ögn af salti og það aðeins fljóti yfir, og fæturnir soðnir þangað til beinin eru laus. Fæturnir eru teknir upp úr og öll beinin kreist úr á meðan verið er að hnoða ostinn, og soðinu, sem fyrst er síað, smáhellt saman við. Í ostinn er gott að láta ögn af steyttu allrahanda, pipar, negul og salti eptir smekk. Osturinn er hnoðaður þangað til hann er val samfelldur, þá er hann látinn í blautan klút og presaður þangað til næsta dag. Þá er osturinn skorinn í sundur og súrsaður. Borðaður með málamat.
           

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur – 1916

🇮🇸

Jóninna Sigurðardóttir

🇮🇸

JÓNINNA SIGURÐAR ÍSLENSKTLAMBHELGA SIGURÐAR

 FÓTAOSTUR, FÆRSLAN SEM ENGINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR –

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.