Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn blómkál pitsa pizza ketó pitsubotn glúteinlaus keto
Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn

Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri” pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.

PITSURPITSUDEIGPITSUSÓSA

.

Blómkálspitsubotn mozzarella egg
Hráefnin í blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn

1/2 blómkálshöfuð (ca 3 bollar)

2 msk olía

1 hvítlauksgeiri

1 b rifinn mozzarella ostur

1 egg

1 tsk basil

1 tsk oreganó

Skerið blómkálið gróft niður og setjið matvinnsluvélina ásamt hvítlauk. Léttsteikið í olíunni í 5-7 mínútur. Setjið í skál og bætið við eggi, osti og kryddum. Blandið vel saman og setjið á bökunarpappír. Bakið við 190°C í um 30 mín. eða þangað til botninn hefur tekið fallegan lit.
Takið út ofninum og setjið pitsusósu ofan á og það sem þið viljið hafa á pitsunni. Stráið osti yfir og bakið áfram í nokkrar mínútur þangað til osturinn hefur bráðnað og tekið lit.

Blómkálspitsubotn pitsa pizza
Blómkálspitsa

PITSURPITSUDEIGPITSUSÓSA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.