Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn blómkál pitsa pizza ketó pitsubotn glúteinlaus keto
Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn

Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri” pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.

PITSURPITSUDEIGPITSUSÓSA

.

Blómkálspitsubotn mozzarella egg
Hráefnin í blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn

1/2 blómkálshöfuð (ca 3 bollar)

2 msk olía

1 hvítlauksgeiri

1 b rifinn mozzarella ostur

1 egg

1 tsk basil

1 tsk oreganó

Skerið blómkálið gróft niður og setjið matvinnsluvélina ásamt hvítlauk. Léttsteikið í olíunni í 5-7 mínútur. Setjið í skál og bætið við eggi, osti og kryddum. Blandið vel saman og setjið á bökunarpappír. Bakið við 190°C í um 30 mín. eða þangað til botninn hefur tekið fallegan lit.
Takið út ofninum og setjið pitsusósu ofan á og það sem þið viljið hafa á pitsunni. Stráið osti yfir og bakið áfram í nokkrar mínútur þangað til osturinn hefur bráðnað og tekið lit.

Blómkálspitsubotn pitsa pizza
Blómkálspitsa

PITSURPITSUDEIGPITSUSÓSA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berjabaka – kjörin með kaffinu beint úr ofninum

BerjabakaÁvaxtabaka

Berjabaka. Í þessa böku má nota hvaða frosnu ávexti sem er og þessvegna bæta við niðurskornum rabarbara. Hún er kjörin með kaffinu þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara. Svipuð hugmynd og með rabarbarapæið góða.                                  Á myndinni eru nýútskrifaðir leikarar frá Listaháskólanum.

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana.