Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?

Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör? hnífapar hornspænir Íslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili hnífur gaffall borðbúnaður kurteisi borðsiðir etiquette dinner ólöf sigurðardóttir frá hlöðum
Fallega lagt á borð

Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?

Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi um orðið úr ritinu Norðanfara þar sem vísað er í texta frá 1785. Þar stendur: „hnífapör mjög fánýt“ en engin skýring er á orðinu. Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem fyrst var gefið út 1934, er lýst brúðkaupsveislum undir lok 19. aldar. Þar stendur:
Til þess að hafa nægan borðbúnað, var safnað saman hnífapörum, skeiðum, djúpum og grunnum diskum og skálum sveitina á enda; en af því að jafnaðarlega var fátt af slíku dóti, einkum hnífapörum og skeiðum, á bæjum, varð oft að bjargast við sjálfskeiðinga og leirskálar“ (1961: 291–292).
Af þessum texta má ráða að skeiðar töldust ekki til hnífapara og er það algengasti skilningurinn en ekki hinn eini. Í Ritmálssafninu er dæmi úr bókinni Þvottur og ræsting, leiðbeiningabók fyrir húsmæður sem út var gefin í íslenskri þýðingu 1948. Það er svona:
Hnífapörin, gafflar, hnífar, skeiðar, er lagt fast við diskinn.
Þarna virðist höfundur svo á að skeiðar teljist einnig til hnífapara en það gæti þó legið í íslensku þýðingunni. Par er notað um tvennt af einhverju samstæðu. Ef orðinu hnífapar er flett upp í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar sem Menningarsjóður gaf út 1963 er skýringin ‘hnífur og gaffall’.

Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Ef til vill varð hnífapar ofan á fremur en gafflapar vegna þess hve fólk var vant því að nota hníf til að matast með.

Á síðari hluta 19. aldar notaðist fólk til sveita við hornspæni (skeiðar úr horni) og vasahnífa eða aðra hnífa sem til voru og Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum skáldkona (1857–1933) skrifaði í endurminningum sínum (sjá Ritmálssafn):

þar sá ég fyrst hnífapör og stóð ógn af þeim vanda, að eiga að nota þau.

Ég get mér þess til að hnífapar hafi orðið ofan á fremur en gafflapar vegna þess hve fólk var vant því að nota hníf til að matast með og spóninn fyrir grauta, samanber orðtakið að hafa ekki til hnífs og skeiðar ‘eiga ekkert matarkyns’.
Af Vísindavef Háskólans.
.
  — BORÐSIÐIR — MEIRA UM HNÍFAPÖR
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.