Pitsudeig – einfalt að útbúa

pitsudeig pitsa pizza deig flatbaka einfalt að útbúa flatbökudeig heimabökuð pitsadeig
Það er einfalt að útbúa pitsudeig

Pitsudeig – einfalt að útbúa

Pitsudeig. Þó það sé ósköp þægilegt að panta sér pitsu þá er ekki síður gaman að útbúa sína eigin. Nýji fíni dásemdar pitsuofninn gleður okkur meira en orð fá lýst.  Nú verða bakaðar pitsur (og Nutellapitsur). Hér er uppskrift að pitsusósu og svo er bara að bretta upp ermar og byrja.

PITSURPITSUSÓSAMARGHERITA PITSA

.

Pitsudeig

3 b hveiti

1 tsk salt

1/3 tsk sykur

1 msk olía

2 b volgt vatn

1 1/2 tsk þurrger

Blandið öllu saman og látið deigið lyfta sér í amk klukkustund. Stundum set ég eina teskeið af oreganó út í degið. Hnoðið hveiti upp í degið og fletjið út. Setjið þunnt lag af pitsasósu yfir og þar ofana á grænmeti og annað gott og loks rifinn ost þar yfir. Bakið á amk 240°C í nokkrar mínútur.

🇮🇹

PITSURPITSUSÓSAMARGHERITA PITSA

— PITSUDEIG —

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.