Auglýsing
Blómkálspitsubotn blómkál pitsa pizza ketó pitsubotn glúteinlaus keto
Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn

Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri” pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.

PITSURPITSUDEIGPITSUSÓSA

Auglýsing

.

Blómkálspitsubotn mozzarella egg
Hráefnin í blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn

1/2 blómkálshöfuð (ca 3 bollar)

2 msk olía

1 hvítlauksgeiri

1 b rifinn mozzarella ostur

1 egg

1 tsk basil

1 tsk oreganó

Skerið blómkálið gróft niður og setjið matvinnsluvélina ásamt hvítlauk. Léttsteikið í olíunni í 5-7 mínútur. Setjið í skál og bætið við eggi, osti og kryddum. Blandið vel saman og setjið á bökunarpappír. Bakið við 190°C í um 30 mín. eða þangað til botninn hefur tekið fallegan lit.
Takið út ofninum og setjið pitsusósu ofan á og það sem þið viljið hafa á pitsunni. Stráið osti yfir og bakið áfram í nokkrar mínútur þangað til osturinn hefur bráðnað og tekið lit.

Blómkálspitsubotn pitsa pizza
Blómkálspitsa

PITSURPITSUDEIGPITSUSÓSA

.