Auglýsing
Guacamole, einfalt og fljótlegt avókadó lárpera
Guacamole, einfalt og fljótlegt

Guacamole

Guacamole er fljótlegt að útbúa og svo er það einfalt. Þá er það einstakla mjúkt og bragðgott og mætti kalla lárperumauk á íslensku. Ég útbú allltaf vel af guacamole og háma svo í mig restina. Avókadó er fullt af hollum fitum

AVÓKADÓ —  VEGANGUACAMOLE

Auglýsing

.

Guacamole

4 avókadó

½ rauðlaukur, saxaður gróft

3 hvítlauksrif, söxuð fínt

1 b saxað kóríander

safi úr 1 sítrónu

salt og pipar

Skerið avókadó í tvennt, takið steininn úr og setjið „kjötið” í skál. Merjið með gaffli, samt ekki of fínt. Bætið við rauðlauk, hvítlauk, kóríander, sítrónu, salti og pipar. Hrærið saman og látið bíða í ísskáp í um klst.

.

AVÓKADÓ —  VEGANGUACAMOLE

— GUACAMOLE, EINFALT OG FLJÓTLEGT —

🍽