Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?
Á síðari hluta 19. aldar notaðist fólk til sveita við hornspæni (skeiðar úr horni) og vasahnífa eða aðra hnífa sem til voru og Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum skáldkona (1857–1933) skrifaði í endurminningum sínum (sjá Ritmálssafn):
þar sá ég fyrst hnífapör og stóð ógn af þeim vanda, að eiga að nota þau.