Glúteinlaus súkkulaðiterta
Það er eiginlega hægt að segja að Sætabrauðsdrengirnir séu með hirðljósmyndara. Helena Stefánsdóttir hefur myndað þá hátt og lágt síðustu ár og þeir eru alsælir með hana og hún með þá. Á dögunum voru Sætabrauðsdrengirnir í myndatöku hjá Helenu fyrir jólatónleika í Salnum. Helenu er margt til lista lagt og er af mikilli tertuætt eins og hún orðar það sjálf og skellti í eina holla súkkulaðitertu á meðan hún undirbjó myndatökuna. Helena tók m.a. fermingarmyndina af okkur Þorsteini og myndaði í giftingu okkar Bergþórs.
— HELENA STEFÁNS — SÚKKULAÐITERTUR — SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR — FERMING — GIFTING — GLÚTENLAUST —
.
Glúteinlaus súkkulaðiterta
3 egg
½ bolli sykur
3 bollar glúteinlaust hveiti (Semper- gluten free mix)
2 msk. kakó
1 tsk. matarsódi
150g suðusúkkulaði
2 marðir bananar
½ bolli kókosolía (mjúk/fljótandi)
Hrærið egg og sykur vel saman, bætið í tveim mörðum bönunum. Því næst, bræddu súkkulaði og fljótandi kókosolíu. Þurrvaran hrærð samanvið og deigið sett í tvo lausbotna forma. Bakað í blástursofni við 180°c í 20-25 mínútur.
Súkkulaðibráð
125 g smjör, mjúkt
250 g flórsykur
200 g 70% súkkulaði, brætt í vatnsbaði
Sterkt kaffi, sett varlega samanvið eða þar til kremið verður nógu létt til að setja á kökuna.
Skreytt með hvítu súkkulaði og berjum. Borið fram með þeyttum rjóma.
.
— HELENA STEFÁNS — SÚKKULAÐITERTUR — SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR — FERMING — GIFTING — GLÚTENLAUST —
— GLÚTEINLAUS SÚKKULAÐITERTA —
.