Léttur og litríkur réttur sem fljótlegt er að útbúa og gaman að bera fram

SOFFÍA BOLUNGARVÍK BOLUNGAVÍK Birna Hjaltalín Pálmadóttir, Katrín Ugla Kristjánsdóttir, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, Albert og Soffía Vagnsdóttir

Léttur og litríkur réttur úr skemmtilegu hráefni sem fljótlegt er að útbúa og gaman að bera fram. 

Í Bolvíkningnum Soffíu Vagnsdóttur sameinast hörkutól, gleðigjafi og kona sem lætur verkin tala. Það má eiginlega segja að hún sé hamleypa til allra verka. Þó ég hafi ekki hitt Soffíu, systkini hennar og mömmu fyrr en fyrir fáum árum síðan hef ég fylgst með þeim af aðdáun úr fjarlægð í gegnum árin. Það gustar hressilegur vestfirskur vindur af þeim. Soffía bauð í mat. Hún er óhrædd við breyta til að fara ótroðnar slóðir. Núna fetar hún sig í áttina að hollari mataræði og bauð upp á pönnusteiktan ferskan aspas með allsskonar góðgæti. Léttur og góður réttur sem getur hvort tveggja verið forréttur eða aðalréttur.

SOFFÍA VAGNSDBOLUNGARVÍKASPASEGGJAKÖKUR

.

Léttur og litríkur réttur úr skemmtilegu hráefni sem fljótlegt er að útbúa og gaman að bera fram

ferskur aspas

Haloumi ostur

egg

papríka / allir litir, helst langar og mjóar

granada epli

hráskinka

Kokteltómatar

Aspasstilkarnir skolaðir í köldu vatni. Þeir eru síðan steiktir létt í smjöri. Gæta þess vel að smjöri dökkni ekki of mikið. Velta þeim vel fram og til baka.
Skera haloumi ostinn í c.a. sentimetra þykkar sneiðar. Steikja þær í smjöri á pönnu. Þarf aðeins að steikja stutta stund á hvorri hlið, en fallegt að fá örlítið brúnan lit á sneiðarnar.
Hræra saman eggjum í skál. Fer eftir fjölda gesta hve mörg, en fyrir fimm manns voru notuð 6 egg. Bræða smjör á pönnu og hella hrærunni út í. Hræra vel í hrærunni meðan hún er að steikjast þannig að úr verður létt og laus, gulbrún eggjahræra í litlum kögglum.
Gott að banka grandaeplin áður en þau eru opnuð. Hreinsa steinana innan úr og leggja þá í kalt vatn stutta stund.
Fallegast er að skera papríkuhringi og mest gaman að hafa þær í öllum litum. Það eykur litagleðina á diskinum.
Mikilvægt er að raða öllu hráefninu fallega á diskinn. Byrjað á því að leggja apsasleggina á diskinn. Taka hráskinkusneiðar í sundur og leggja þær, kannski tvær, nokkuð flatar á diskinn. Dreifa steinum úr granadaeplinu fallega yfir hráskinkusneiðarnar. Leggja síðan litríka papríkuhringina hvern ofan á annan. Setja góða hrúgu af eggjahrærunni á miðjan diskinn og skera síðan kokteiltómatana í tvennt, tvo til þrjá á hvern disk og leggja meðfram aspasleggjunum. Að síðustu leggja 4 – 5 haloumi ostasneiðar á diskinn hlið við hlið, meðfram diskbrúninni. Reyna að hafa eggin og ostinn eins heitt og kostur er.
Gaman að bera fram með trönuberjasafa eða bara fersku, íslensku fjallavatni.

Það er rétt sem stendur á dagatali dagsins: Meðal góðra vina, með góðan mat á borðum og gott vín á könnu er spurningin þessi: Hvenær eigum við að lifa lífinu ef ekki einmitt núna?

Frá vinstri: Birna Hjaltalín Pálmadóttir, Katrín Ugla Kristjánsdóttir, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, Albert og Soffía Vagnsdóttir.

SOFFÍA VAGNSDBOLUNGARVÍKASPASEGGJAKÖKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.