Berta Dröfn með Kosta Ríka veislu
Söngkonan Berta Dröfn kann svo sannarlega að lifa lífinu og lætur drauma sína rætast. Það fréttist ýmist af henni syngjandi í uppfærslum í New York eða á Ítalíu. Þegar ég hitti Bertu um daginn var hún að pakka niður fyrir tónleikaferð til Ítalíu. Veisluborð Bertu er innblásið af Kosta Ríka mat en þangað fór hún sautján ára sem skiptinemi og dvaldi í heilt ár.
— BERTA DRÖFN — ÍTALÍA — CEVICHE — EFTIRRÉTTIR —
.
Ceviche. Einn af mínum uppáhaldsréttum frá Kosta Ríka. Tíkos (fólk frá Kosta Ríka) borða þennan rétt yfirleitt á bar eða í partýi.
Ceviche
700 g ýsa
5-7 lime
1 rauður pipar
½ laukur
½ askja af kóríander
1 tsk salt
250 ml. Ginger ale
Sósan:
4 msk Hellmann’s majónes
½ sítróna
1 tsk sykur
Aðferð:
Skerið fiskinn í teninga. Kreistið lime yfir fiskinn, þannig að safinn hylji hann allann.
Skerið piparinn, laukinn og kóríanderinn frekar fínt og hræðið því létt við fiskinn. Saltið.
Geymið í lokuðu íláti inní ískáp í alla vegana 9 klst.
Þrem klukkustundum áður en rétturinn er borinn fram, hellið Ginger ale yfir.
Setjið innihald sósunnar í skál og hrærið saman.
Almuerzo casero – Carne con arroz y frijoles. Hversdagslegur heimilismatur Tíkó-style. Það tók Bertu smá tíma að venjast heimilsmatnum í Kosta Ríka, henni fannst svo skrýtið að bera fram matinn sósulaust. En bæði baunirnar og tómatsalatið gefa töluverðan vökva sem er alveg nóg til að maturinn sé ekki þurrt. Hrísgrjón og baunir er mjög hefðbundið meðlæti og ómissandi fyrir Tíkós – eins og kartöflurnar og sósa hérlendis. „Eftir að ég kom aftur heim saknaði ég baunanna mest úr Kosta Ríka matarhefð.” segir Berta
Almuerzo casero – Carne con arroz y frijoles. Hversdagslegur heimilismatur Tíkó-style.
½ kg ungnautasnitzel
1 poki Tilda hrísgrjón
¼ poki svartar baunir
3 Platano (enska: Plantain / íslenska: bökunarbananar)
3 tómatar
1 lime
½ laukur
1 msk Mole sósa
1 tsk Chipotle paste
1 tsk Tabasco
1 grænmetisteningur
500 g djúpsteikingarfeiti
olía
kóríander
salt
Fyrst þarf að huga að baununum. Tíkós borða baunir í öll mál; morgun-, hádegis- og kvöldmat. Á heimilum er yfirleitt soðinn stór pottur af baunum ca. einu sinni í viku sem nýtist svo alla vikuna.
Svona er þetta gert:
Leggið baunirnar í bleyti í 12 klst. Sjóðið þær í 10 mín. og látið kólna í vatninu.
Takið sigti og skolið baunirnar yfir vaski.
Setjið baunirnar aftur í pott og vatn þannig að það hylur þær. Látið sjóða, hrærið reglulega í og bætið við vatni eftir þörfum. Lækkið hitann og setjið Mole sósu, chipotle paste, tabasco og smá salti út á.
Baunirnar eru tilbúnar þegar þær byrja að maukast saman. Þá má setja lokið á pottinn og leyfir þeim að standa á eldavélinni.
Það er gott að snöggsteikja þær á pönnu og setja kóríander yfir rétt áður en þær eru bornar fram.
Kjötið: Barið þunnt. Kreistið smá lime safa yfir og saltið. Steikt í olíu á pönnu.
Hrísgrjón: Soðin með grænmetisteningi
Platano: Þunnskornir og djúpsteiktir í heitri olíu
Tómatasalat: Skerið tómatana og laukinn í litla bita og kreistið ½ lime yfir. Bætið salti og kóríander út á eftir smekk.
Ensalada de fruta – Ávaxtasalat
2 bananar
1 mangó
1 kaki
½ gul melóna
lítið box af jarðaberjum
½ dós af niðursoðinni mjólk
Vanilluís
Skerið ávextirnir og setjið í stóra skál. Setjið mjólkina í litla könnu og berið fram með vanilluís.
.
.