
Hollustusalat allra tíma. Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott - mjög gott. Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við.
SaveSave