Verðlaunasmákökur Íslensku lögfræðistofunnar 2018

Árleg smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar fór fram í dag. Metnaðurinn og keppnisandinn er allsráðandi hjá líflegum hópi starfsfólks stofunnar. Eins og áður fengum við Bergþór gestadómara með okkur til að dæma herlegheitin, að þessu sinni var það Arnar Grant. Alla vikuna hafa þau fengið vísbendingar, eina á dag og hafa reynt að finna út hver kæmi með okkur að dæma. Íris Hrönn kom sá og sigraði með draumasmákökum með kanil, núggat og möndlum. 

Marsípandraumur með núggat & kanil
150 g smjör
125 g púðursykur
80 g sykur
½ tsk salt
2 egg
½ tsk matarsódi
200 g hveiti
150 g odense marsipan… og jafnvel aðeins meira
100 g ískalt núggat ( og auka 50-100gr á toppinn)
50 g hveiti
50 g grófhakkaðar möndlur
2 msk kanilsykur

Hræra saman smjör, púðursykur og sykur þar til það verður mjúkt og kremkennt. Bætið eggjunum samana við, einu í senn, hrærið vel á milli.
Bætið þurrefnum saman við og hræra vel.
Klípa marsípanið niður og skera núggatið í bita. Blanda því saman við 50gr af hveiti og blanda síðan við deigið. Hræra varlega.
Blanda saman hökkuðu möndlunum og kanilsykrinum saman í skál
Búa til litlar kúlur úr deiginu, dýfa þeim í möndlurnar og leggja á bökunarplötu
Skera niður auka núggat og láta einn mola í hverja kúlu.
Bakið í ca 8-10 mín við í 180°C

Í öðru sæti varð María Klara með einstaklega góðar smákökur með mildum sítrónukeim og hvítu súkkulaði yfir.

Sítrónusmákökur með hvítu súkkulaði
1 2/3 bolli hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1 1/2 tsk. maizenamjöl
1/2 tsk. vanilluduft
1/2 bolli sykur
1/3 bolli púðursykur
200 g smjör
1 egg
rifinn börkur af tveimur sítrónum
safi úr einni sítrónu
150 g hvítir súkkulaðidropar
Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Bætið smjöri, eggi, sítrónuberki og sítrónusafa saman við og hrærið þar til deigið er samfellt. Bætið þá súkkulaðinu saman við og hrærið vel.
Setjið deigið með tveimur teskeiðum á pappirsklædda bökunarplötu og bakið við 180° í um 10 mínútur.

Glæsilegur hópur Íslensku lögfræðistofunnar. Páll, Haukur, María, Íris, Bergþór, Albert, Kormákur, Arnar, Ómar og Svanhvít. 


Hér má sjá vísbendingarnar sem starfsfólkið fékk í vikunni

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.