Hver er leynigesturinn í smákökusamkeppninni?

Í fjölmörg ár höfum við hjónin farið og dæmt smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þetta hefur alltaf verið einstaklega metnaðarfull keppni og mikill undirbúningur hjá starfsfólkinu. Árlega tökum við með okkur gestadómara. Dagana fyrir keppnina fær starfsfólkið vísbendingar um gestadómarann, eina vísbendingu á dag, og svo eiga þau að finna út hver hann er. Á hverju einasta ári hafa þau lesið okkur og okkar vísbendingar eins og opna bók. Þannig að í ár ákváðum við að hafa þær mun þyngri en áður. 

Í fyrra fengum við Kristján Jóhannsson með okkur að dæma. Hér eru vinningskökur síðustu ára: – 2014 Appelsínublúndur –  2015 Appelsínunibblur –  2016 Kókosdraumur2017 Pekansmákökur – 

Og hér fyrir neðan má sjá vísbendingarnar um gestadómarann 2018. Viljið þið hjálpa okkur að halda stemningunni með því að skrifa ekki hver þið haldið að gestadómarinn sé. Það kemur í ljós seinnipartinn í dag þegar við dæmum

 

 
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar. Margir fá einhvers konar aðsvif þegar þeir bragða á þessum snúðum og heimta uppskrift um leið og þeir rakna úr rotinu. Uppskriftin er frá Chloe's Kitchen, en þar er allt vegan (dýralaust). Ef maður vill borða dýraafurðir, má nota kúamjólk í stað sojamjólkur og smjör í stað vegan smjörlíkis.

NOSTRA – beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í borginni

Allt til fyrirmyndar á Nostra. Glæsilegt og notalegt umhverfi.  Ógleymanlegt ferðalag um geima bragðtegundanna. Gætt er að heildarupplifun, tímasetningum, allt útpælt. Nostra fer beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í Reykjavík