Hver er leynigesturinn í smákökusamkeppninni?

Í fjölmörg ár höfum við hjónin farið og dæmt smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þetta hefur alltaf verið einstaklega metnaðarfull keppni og mikill undirbúningur hjá starfsfólkinu. Árlega tökum við með okkur gestadómara. Dagana fyrir keppnina fær starfsfólkið vísbendingar um gestadómarann, eina vísbendingu á dag, og svo eiga þau að finna út hver hann er. Á hverju einasta ári hafa þau lesið okkur og okkar vísbendingar eins og opna bók. Þannig að í ár ákváðum við að hafa þær mun þyngri en áður. 

Í fyrra fengum við Kristján Jóhannsson með okkur að dæma. Hér eru vinningskökur síðustu ára: – 2014 Appelsínublúndur –  2015 Appelsínunibblur –  2016 Kókosdraumur2017 Pekansmákökur – 

Og hér fyrir neðan má sjá vísbendingarnar um gestadómarann 2018. Viljið þið hjálpa okkur að halda stemningunni með því að skrifa ekki hver þið haldið að gestadómarinn sé. Það kemur í ljós seinnipartinn í dag þegar við dæmum

 

 
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.