Má snýta sér við matarborðið?

Má snýta sér við matarborðið? etiquette borðsiðir kurteisi Má snýta sér við matarborðið? Skammdegið er tími hálsbólgu, kvefs, hósta, hnerra og nefrennslis. Við getum auðveldlega komið í veg fyrir hnerra með því að halda fyrir nefið en er í lagi að snýta sér við matarborðið? Í sumum löndum þykir sjálfsagt og eðlilegt að snýta sér við matarborðið en alls ekki að sjúga upp í nefið. Við tengjum þetta helst við Þjóðverja sem, að því er sumum finnst, snýta sér í tíma og ótíma, hvort sem er við matarborðið, í búð, á kaffihúsi eða annarsstaðar. Við Íslendingar forðumst hins vegar að snýta okkur við matarborðið. Flest sjúgum við upp í nefið án þess að taka eftir því. Það telst í lagi að sjúga einu sinni upp í nefið en ef við finnum að það dugar ekki til þarf að fara afsíðis og snýta sér hressilega.
Má snýta sér við matarborðið?

Má snýta sér við matarborðið?

Skammdegið er tími hálsbólgu, kvefs, hósta, hnerra og nefrennslis. Við getum auðveldlega komið í veg fyrir hnerra með því að halda fyrir nefið en er í lagi að snýta sér við matarborðið? Í sumum löndum þykir sjálfsagt og eðlilegt að snýta sér við matarborðið en alls ekki að sjúga upp í nefið. Við tengjum þetta helst við Þjóðverja sem, að því er sumum finnst, snýta sér í tíma og ótíma, hvort sem er við matarborðið, í búð, á kaffihúsi eða annarsstaðar. Við Íslendingar forðumst hins vegar að snýta okkur við matarborðið. Flest sjúgum við upp í nefið án þess að taka eftir því. Það telst í lagi að sjúga einu sinni upp í nefið en ef við finnum að það dugar ekki til þarf að fara afsíðis og snýta sér hressilega.

*myndina tók Silla Páls ljósmyndari fyrir Húsfreyjuna. Hún sagði að ég mætti ekki snýta mér í alvörunni því þá yrðu kinnarnar allt of stórar á myndinni… 😉

— BORÐSIÐIRHÚSFREYJAN

— MÁ SNÝTA SÉR VIÐ MATARBORÐIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur

Pekansmákökur Kormáks. Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.

Bláberjabúðingur – silkimjúkur og rennur ljúflega niður

Bláberjabúðingur

Bláberjabúðingur. Mjög auðvelt að útbúa þennan búðing og það tekur ekki nema nokkrar mínútur. Bláberjabúðingurinn er silkimjúkur og rennur ljúflega niður. Það er ekki hægt að hafa það betra. 3 msk af chia fræjum fóru í matvinnsluvélina en tveimur matskeiðum af chiafræjum blandaði ég saman við eftir á.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.