Hvers vegna má ekki hafa hendur uppi á borði?
Hver man ekki eftir að hafa heyrt í æsku talað um að það megi ekki hafa hendur uppi á borði, en hvers vegna ekki? ´Helsta ástæðan er þetta til þæginda fyrir þjónana, það auðveldar þeim störfin ef við erum ekki með handleggina uppá borði. Á veitingastöðum hafa þjónar lagt á borð eftir kúnstarinnar reglum og við látum vera að hrófla við þeirri uppröðun. Svo látum við vera að ýta diskinum frá okkur að lokinni máltíð. Það þarf líka að passa að glösin fari alltaf á sama stað.
— BORÐSIÐIR —
Ljósmyndir: Silla Páls
— BORÐSIÐIR —
.