Hvers vegna má ekki hafa hendur uppi á borði?

Hvers vegna má ekki hafa hendur uppi á borði? ,  Borðsiðir, kurteisi, mannasiðir, ekki hafa hendur uppi á borði?
Hvers vegna má ekki hafa hendur uppi á borði?

Hvers vegna má ekki hafa hendur uppi á borði?

Hver man ekki eftir að hafa heyrt í æsku talað um að það megi ekki hafa hendur uppi á borði, en hvers vegna ekki? ´Helsta ástæðan er þetta til þæginda fyrir þjónana, það auðveldar þeim störfin ef við erum ekki með handleggina uppá borði. Á veitingastöðum hafa þjónar lagt á borð eftir kúnstarinnar reglum og við látum vera að hrófla við þeirri uppröðun. Svo látum við vera að ýta diskinum frá okkur að lokinni máltíð. Það þarf líka að passa að glösin fari alltaf á sama stað.

BORÐSIÐIR

Höfum olnbogana ekki uppi á borði, þannig kemst sá sem þjónar ekki að til að hella í glös eða taka diska. Silla Páls
Höfum olnbogana ekki uppi á borði, þannig kemst sá sem þjónar ekki að til að hella í glös eða taka diska.

 

Ljósmyndir: Silla Páls

Hvers vegna má ekki hafa hendur uppi á borði?
Hvers vegna má ekki hafa hendur uppi á borði?

BORÐSIÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberja- og jarðarberjaterta

Bláberja- og jarðarberjaterta - raw. Ætli ég hafi ekki tekið það fram amk alloft, ef ekki oftar, að hrátertur eru hið mesta lostæti. Það er bara ekki hægt að klúðra þeim, þær falla ekki, þarf ekki láta lyfta sér, ekki að baka. Svo eru þær hollar og henta þeim sem eru með glútenóþol og mjólkuróþol líka. Það bara mælir allt með hrátertum eins og þessari.

Marengsrúlluterta með myntukremi – Þjóðlegt með kaffinu

Marengsrúlluterta með myntukremi. Jóna Símonía Bjarnadóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir gefa út bækurnar Þjóðlegt með kaffinu og Þjóðlegar hnallþórur. Þær halda einnig úti síðu á fasbókarsíðunni Þjóðlegt með kaffinu. Þær eru báðar sagnfræðingar þannig að áhuginn á matargerð fyrri tíma á sér fræðilegan bakgrunn. Hugmyndin að bókunum kviknaði fyrir nokkrum árum þegar þær voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að selja erlendum ferðamönnum sem væri bæði létt og fyrirferðarlítið í farangri.

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fyrir ári síðan opnaði Fríða Gylfadóttir súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fríða gaf uppskrift fyrr á þessu ári. Við heimsóttum hana og urðum gjörsamlega orðlausir - þarna er allt til fyrirmyndar, gæða hráefni og allt vandað og nostrað við. Mjög fallegt kaffihús og greinilegt á öllu að þarna er listakona á ferð. Staðurinn er jafnmikið listaverk og súkkulaðið. Í öllum bænum komið við hjá Fríðu á Siglufirði.