Kúrbítssmápitsur

Kúrbítur smápitsa pitsusósa silla páls
Kúrbítssmápitsur

Kúrbítssmápitsur. Það getur verið viðkvæmt að kalla eitthvað annað en hina hefðbundnu pitsu pitsu. Kúrbítur er bæði hollur og góður. Hann má nota hrá t.d. í salöt. 

Kúrbítssmápitsur
1 stórt kúrbítur skorin í u.þ.b. 12 sneiðar
2 msk ólífuolía
1 b pitsutómatsósa (uppskrift að neðan)
12 sneiðar mozzarella
1 stór tómatur, saxaður
1 b ferskt spínat
1 msk Parmesan

Pitsusósa
1 laukur
2 msk olía
1-2 hvítlauksrif, saxað smátt
1 ds tómatar í dós, saxaðir smátt
1 msk tómatpure
1 tsk oreganó
1 tsk basil
salt og pipar
smá chili
2 msk rauðvín (má sleppa)
Saxið lauk og léttsteikið í olíunni í nokkrar mínútur við lágan hita. Bætið við hvítlauk, tómatpure, oreganó, basil, chili, salti og pipar. Hellið rauðvíninu saman við og sjóðið í ca. 10 mín.
Raðið kúrbítssneiðunum á smjöpappír. Penslið með olíu, snúið við og penslið hinu megin. Bakið við 210°C í um 12-15 mín.
Dreifið tómatsósunni yfir hverja sneið. Leggið mozzarella, spínat, söxuðum tómötum og loks parmesan yfir.
Bakið áfram í 3-5 mínútur eða þangað til osturinn er orðinn gyllur.

Ljósmyndir Silla Páls

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf

Hvítur dúkur - DSC02333

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf. Þegar við erum búnir, lesari góður, að matreiða eitthvað af þeim réttum, sem hér eru skráðir að framan, þá þurfum við að hugsa eitthvað fyrir að bera þá á borð. Þess er getið, við marga réttina, hvernig þeir eru bornir á borð; en borðið þarf sjálft að vera vel hreint eða helzt lagt hvítum og hreinum dúk, einnig er gott að hafa hvíta vaxdúka, sem þvo má eptir hverja máltíð, sérstaklega á sumrum, þá fólk er við ýms miður hreinleg störf.

Vinsælustu jólasmákökuuppskriftirnar

Jólasmákökur

Sex vinsælustu jólasmákökuuppskriftirnar. Það er einhver óútskýrð dásemdar tilfinning sem fylgir smákökubakstri á aðventunni. Þessi dásamlegi ilmur sem berst um húsið í bland við barnslega tilhlökkun. Sex vinsælustu smákökuuppskriftirnar eru:

Lasagna með ricotta- og spínathjúp – fullkomið fjörefnafóður

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp. Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er -  .

Fyrri færsla
Næsta færsla