Kúrbítssmápitsur. Það getur verið viðkvæmt að kalla eitthvað annað en hina hefðbundnu pitsu pitsu. Kúrbítur er bæði hollur og góður. Hann má nota hrá t.d. í salöt.
Kúrbítssmápitsur
1 stórt kúrbítur skorin í u.þ.b. 12 sneiðar
2 msk ólífuolía
1 b pitsutómatsósa (uppskrift að neðan)
12 sneiðar mozzarella
1 stór tómatur, saxaður
1 b ferskt spínat
1 msk Parmesan
Pitsusósa
1 laukur
2 msk olía
1-2 hvítlauksrif, saxað smátt
1 ds tómatar í dós, saxaðir smátt
1 msk tómatpure
1 tsk oreganó
1 tsk basil
salt og pipar
smá chili
2 msk rauðvín (má sleppa)
Saxið lauk og léttsteikið í olíunni í nokkrar mínútur við lágan hita. Bætið við hvítlauk, tómatpure, oreganó, basil, chili, salti og pipar. Hellið rauðvíninu saman við og sjóðið í ca. 10 mín.
Raðið kúrbítssneiðunum á smjöpappír. Penslið með olíu, snúið við og penslið hinu megin. Bakið við 210°C í um 12-15 mín.
Dreifið tómatsósunni yfir hverja sneið. Leggið mozzarella, spínat, söxuðum tómötum og loks parmesan yfir.
Bakið áfram í 3-5 mínútur eða þangað til osturinn er orðinn gyllur.
Ljósmyndir Silla Páls