Ný heimasíða

Ný heimasíða Ý HEIMASÍÐA. Sléttum sjö árum eftir að þessi síða fór í loftið er hér komin ný og endurbætt útgáfa. Haldnir voru nokkrir gagnlegir rýnifundir þar sem margt áhugavert og fróðlegt kom fram.Dagný hjá Blekhönnun hannaði síðuna og Helena tók þessa fínu myndNetfangið er albert.eiriksson (hjá) gmail.com - alltaf gaman að fá pósta og svo má líka skoða samstarf.Þið megið gjarnan deila ykkar uppáhaldsuppskriftum og því sem ykkur langar að deila :)

NÝ HEIMASÍÐA. Sléttum sjö árum eftir að þessi síða fór í loftið er hér komin ný og endurbætt útgáfa. Haldnir voru nokkrir gagnlegir rýnifundir þar sem margt áhugavert og fróðlegt kom fram.

Dagný hjá Blekhönnun hannaði síðuna og Helena tók þessa fínu mynd

Netfangið er albert.eiriksson (hjá) gmail.com – alltaf gaman að fá pósta og svo má líka skoða samstarf.

Þið megið gjarnan deila ykkar uppáhaldsuppskriftum og því sem ykkur langar að deila 🙂

Takk allir sem hjálpuðu til við þetta skemmtilega verkefni

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum

Þvagsýrugigt – einkenni hurfu með breyttu mataræði

kjot

Þvagsýrugigt - einkenni hurfu með breyttu mataræði. Á dögunum hitti ég mann sem sagði mér frá þvagsýrugigt sem hann þjáðist af til fjölda ára. Þegar hann var verstur vaknaði hann upp á nóttunni með miklar kvalir. Hann fór að lesa sig til og breytti í kjölfarið mataræði sínu, tók út kjöt, kaffi, vín og fleira sýrumyndandi. Við þetta varð hann einkennalaus af gigtinni, án allra lyfja.

Fyrri færsla
Næsta færsla