Auglýsing
Kúrbítur smápitsa pitsusósa silla páls
Kúrbítssmápitsur

Kúrbítssmápitsur. Það getur verið viðkvæmt að kalla eitthvað annað en hina hefðbundnu pitsu pitsu. Kúrbítur er bæði hollur og góður. Hann má nota hrá t.d. í salöt. 

Kúrbítssmápitsur
1 stórt kúrbítur skorin í u.þ.b. 12 sneiðar
2 msk ólífuolía
1 b pitsutómatsósa (uppskrift að neðan)
12 sneiðar mozzarella
1 stór tómatur, saxaður
1 b ferskt spínat
1 msk Parmesan

Pitsusósa
1 laukur
2 msk olía
1-2 hvítlauksrif, saxað smátt
1 ds tómatar í dós, saxaðir smátt
1 msk tómatpure
1 tsk oreganó
1 tsk basil
salt og pipar
smá chili
2 msk rauðvín (má sleppa)
Saxið lauk og léttsteikið í olíunni í nokkrar mínútur við lágan hita. Bætið við hvítlauk, tómatpure, oreganó, basil, chili, salti og pipar. Hellið rauðvíninu saman við og sjóðið í ca. 10 mín.
Raðið kúrbítssneiðunum á smjöpappír. Penslið með olíu, snúið við og penslið hinu megin. Bakið við 210°C í um 12-15 mín.
Dreifið tómatsósunni yfir hverja sneið. Leggið mozzarella, spínat, söxuðum tómötum og loks parmesan yfir.
Bakið áfram í 3-5 mínútur eða þangað til osturinn er orðinn gyllur.

Ljósmyndir Silla Páls

Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Eggaldin eru bæði holl og góð, en…
    Þetta er kúrbítur.

Comments are closed.