Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit

Kvenfélögin Hjálpin, Iðunn, Aldan/Voröld í Eyjafjarðarsveit og Hlíf og Baldursbrá á Akureyri sameinuðust um veglega kaffiveislu í Laugarborg á konudaginn
Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit

Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit

Kvenfélögin Hjálpin, Iðunn, Aldan/Voröld í Eyjafjarðarsveit og Hlíf og Baldursbrá á Akureyri sameinuðust um veglega kaffiveislu í Laugarborg á konudaginn – þær buðu sjálfum sér í kaffi og skemmtun í svokölluðu Pálínuboði. Við Bergþór vorum með tölu, það var farið í leik og svo var sungið saman milli þess sem við gæddum okkur á gómsætum kaffiveitingunum.

.

KVENFÉLÖGKAFFIHLAÐBORÐAKUREYRI

.

 

Starf kvenfélaga á landinu er gríðarlega mikilvægt á hverjum stað, starf sem fer ekki alltaf hátt. Konurnar leggja dag við nótt í fjáröflun og fleira enda láta þær sig varða ýmis verkefni lítil og stór. Það er ekki ofsögum sagt að kvenfélögin séu á allan hátt fyrirmyndar félagskapur. Konur þessa lands ættu að gefa sér og öðrum konum klapp á bakið fyrir vel unnin störf svo áratugum skiptir.

Kornflexterta Þórdís Ólafsdóttir Perurjómi Laugarborg Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit
Kornflexterta

Kornflexterta

4-5 eggjahvítur
2 b flórsykur
1 b kókosmjöl
4 b kornflex
Stífþeytið eggjahvítur og flórsykur. Bætið við kókosmjöli og kornflexi.
Bakið í tveimur kringlóttum formum – á 130°C í um 3 klst

á milli
1/2 l rjómi
1/2 ds perur
Stífþeytið rjómann, saxið perurnar og bætið þeim saman við.

Krem ofan á kökuna
4-5 eggjarauður
60 g flórsykur
100 g suðusúkkulaði – brætt í vatnsbaði
50 g lint smjörlíki eða smjör
Hrærið saman smjörlíki og flórsykri. Bætið eggjarauðum saman við og þeytið áfram. Að síðustu fer súkkulaðið saman við.

Setjið annan botninn á tertudisk. Dreifið úr perurjómanum yfir og setjið hinn botninn ofan á. Dreifið úr súkkulaðikreminu yfir og skreytið með jarðarberjum

Marengsterta Erna María súkkulaði ávextir
Marengsterta

Marengsterta

Marengsbotnar:
6 dl eggjahvítur
2 ½ dl sykur
½ dl púðusykur
3 bollar Cornflakex

Aðferð: Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur. Bætið við kornflexi í lokin. Setjið á tvær plötur klæddar bökunarpappír, tvo jafnstóra hringi. Bakið á 130° í um 2 ½ klst. Látið kólna.

Súkkulaði:

200 g suðusúkkulaði
35 g smjör
2 eggjarauður
Rjómi

Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti á vægum hita takið af hellunni og látið kólna aðeins og setjið svo eggjarauður útí. Hrærið þar til allt er orðið vel blandað saman. Þynnið að vild með rjóma. ( misjafnt hvernig hver og einn vill hafa súkkulaðið).

Fylling:
7 dl rjómi
2 meðalstór epli
1 pk af súkkulaðihjúpuðu Oreokexi – saxað
10 stk jarðarber (meðalstór)

Aðferð:
Stífþeytið rjómann. saxið epli, jarðarber og Oreokex og bætið saman við. Setjið annann botninn á tertudisk,setjið súkkulaðið yfir þann botn svo rjómafyllinguna þar á og loks hinn botninn ofan á. Dreyfið súkkulaðinu yfir og skreytið með bláberjum, jarðarberjum.

fyrirlestur, kvenfélög, Albert, Bergþór, borðsiðir, kurteisi

.

KVENFÉLÖGKAFFIHLAÐBORÐAKUREYRI

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bryggjan brugghús

 

Bryggjan brugghús. Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.

Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

appelsínumöndluterta

Appelsínumöndlukaka. Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf..

Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum

Royal döðluterta. Mamma á handskrifaða uppskrifabók frá því í Kvennaskólanum á Blönduósi, bók sem ég er búinn að fletta síðan ég man eftir mér. Í barnæsku bættum við systkinin við einni og einni uppskrift í bókina.

Nýlega rakst ég á þessa uppskrift og bráðskemmtilega athugasemd með: Má ekki gefa neinum nema Sigrúnu í Dölum fyrir fermingu Steinu en hún má ekki láta hana.