Saltfiskbuff

saltfiskbuff saltfiskur buff Halldóra
Saltfiskbuff

Saltfiskbuff

Eins og áður hefur komið fram á ég nokkrar uppskriftavinkonur sem ég hef samband við þegar mikið liggur við. Um daginn var ég með saltfisk og kartöflur og vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera við þetta. Þá datt mér í hug að hafa samband við Halldóru systur mína sem gaukaði þessu að mér en að vísu þurfti ég nokkur að skálda hlutföllin. Þetta tókst vel og bragðaðist afar vel.

SALTFISKURBUFF

.

Saltfiskbuff

500 g saltfiskur

1 laukur

olía

1 rauð paprika

400 g soðnar kartöflur

2 egg

2 msk hveiti

1 tsk lyftiduft

1 dl rasp

salt(ef þarf) og pipar

Sjóðið saltfiskinn, hreinsið roðið af og látið fiskinn kólna. Saxið lauk og steikið í olíunni. Saxið papriku og setjið í skál ásamt fiski og lauk. Merjið gróft kartöflurnar og bætið við og eggjum, hveiti, lyftidufti, raspi og kryddi. Mótið buff með höndunum og steikið í vel heitri olíu á pönnu.

SALTFISKURBUFF

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.