Jógúrt-muffins
Anna kom með jógúrt múffur á kvenfélagsfund í Gnúpverjahreppi, hún segir þetta vera þessar dæmigerðu með kaffijógúrt/hnetuogkaramellu, fullar af sykri sem auðvitað megi minnka um helming. „Oftar en ekki “drussa” ég karamellukurli yfir” fyrir bakstur eða um leið og og þær koma úr ofninum.” segir Anna Kr. Ásmundsdóttir í Stóru-Mástungu.
— MUFFINS — KVENFÉLÖG — JÓGÚRT —
Jógúrt-muffins
4 dl. sykur
220 g smjörlíki
3 meðalstór egg/4 lítil
Hrært saman í hrærivél, þar til létt og ljóst.
Blanda saman í annarri skál á meðan:
5 dl. hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
vanilludropar
100 g rifið dökkt, súkkulaði að eigin vali
Sett út í hrærivélaskálina og hrært örstutt.
1 ds. kaffijógúrt/hnetu-og karamellujógúrt.
Blandað saman við og hrært í smá smástund.
Sett í múffuform með matskeið. Miða við að deigið fylli formið rétt, ríflega að hálfu.
Stilla ofninn á 180/200, ekki blástur. Fer eftir stærð formanna og ofnum, hversu lengi þær eru bakaðar en miða við að hætti að heyrast í þeim, þá eru þær bakaðar😁.
.
— MUFFINS — KVENFÉLÖG — JÓGÚRT —
.