Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja Gnúpverjahreppur kvenfélagskonur
Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja

Við brugðum undir okkur betri fætinum og töluðum um borðsiði og fleira við eldhressar kvenfélagskonur í Gnúpverjahreppi. Þær slógu upp alveg stórfínu veisluborði. Þetta var ógleymanleg kvöldstund, skemmtilegar, hláturmildar konur og súpergóðar veitingar. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

KVENFÉLÖGKAFFIBOÐMUFFINSBRAUÐRÉTTIRRICE KRISPIESKRYDDBRAUÐSKYRTERTUR

.

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja
Til að örva meltinguna voru nokkur lög sungin. Að því búnu var tekið til við að borða meira
Jógúrt-muffins Stóra-Mástunga Anna Kr. Ásmundsdóttir
Jógúrt-muffins

Anna kom með jógúrt múffur, hún segir þetta vera þessar dæmigerðu með kaffijógúrt/hnetuogkaramellu, fullar af sykri sem auðvitað megi minnka um helming.
„oftar en ekki “drussa” ég karamellukurli yfir” fyrir bakstur eða um leið og og þær koma úr ofninum.

Jógúrt-muffins

4 dl. sykur

220 g smjörlíki

3 meðalstór egg/4 lítil

Hrært saman í hrærivél, þar til létt og ljóst.
Blanda saman í annarri skál á meðan:
5 dl. hveiti

1/2 tsk. matarsódi

1/2 tsk. salt

vanilludropar

100 gr. rifið dökkt, súkkulaði að eigin vali

Sett út í hrærivélaskálina og hrært örstutt.

1 ds. kaffijógúrt/hnetu-og karamellujógúrt.
Blandað saman við og hrært í smá smástund.

Sett í múffuform með matskeið. Miða við að deigið fylli formið rétt, ríflega að hálfu.
Stilla ofninn á 180/200, ekki blástur. Fer eftir stærð formanna og ofnum, hversu lengi þær eru bakaðar en miða við að hætti að heyrast í þeim, þá eru þær bakaðar😁.

Með bestu kveðju úr Stóru-Mástungu. Anna Kr. Ásmundsdóttir

Rice Krispies bananakaka með Pipp súkkulaði
Rice Krispies bananakaka með Pipp súkkulaði

Rice Krispies bananakaka með Pipp súkkulaði

100 gr konsúm súkkulaði

100 gr pipp með dökku súkkulaði

100 gr smjör

4 msk síróp

4 bollar rice crispies

1. Setjið súkkulaði, síróp og smjör í pott og hitið þar til súkkulaðið er bráðnað. Setjið í skál ásamt rice crispies, blandið saman og setjið á kökudisk. Gott að kæla í ísskáp eða
frysti áður en rjóminn er settur ofan á.

Rjómafylling
1 peli rjómi
1-2 bananar

Þeytið rjómann, skerið banana niður í skífur og og blandið út í rjómann. Setjið ofan á
rice crispies botninn. Kælið.

Karmella
20-25  rauðar töggur eða rauðu góu karmellurnar
1/2 dl rjómi
Bræðið karmellurnar með rjómanum í potti, kælið niður. Setjið svo á rjómann.

 

Kryddbrauð Möggu Steinþórs
Kryddbrauð Möggu Steinþórs

Kryddbrauð Möggu Steinþórs

80 g smjör

2 dl mjólk

2 egg

200 g sykur

240 g hveiti

2 tsk matarsódi

hálf tsk kanill

hálf tsk negull

Bræðið smjörið, bætið eggjum og mjólk bætt út í, þeytið saman. Þurrefnin sett út
í, hrært rólega saman. Bakað í jólakökuformi við 175°. hita í 50mín.

Helguterta döðlur bláber jarðarber
Helguterta

Helguterta

1 b döðlur, skornar smátt

1 b valhnetur eða möndlur (salthnetur eru líka góðar)

100 g suðusúkkulaði

1 b hrásykur

3 msk spelt

1 msk vanilludropar

3 msk vatn

2 egg

1 tsk vínsteinslyftiduft

Blandið öllu hráefnunumn saman og látið standa við stofuhita í um 15 mín. Bakið í tertuformi í 40 mín við 150°C Mjög góð með rjóma, jarðarberjum eða bláberjum.

Kaldur brauðréttur
Kaldur brauðréttur

Kaldur brauðréttur

1 brauð

2 ds sýrður rjómi

1 lítil dós mæjónes

ananassafi

1/2 kg rækjur eða skinka

1/2 ds ananas

1 rauð paprika

1 gul paprika

1 agúrka

1 blaðlaukur

Rífið brauðið smátt og setjið í form. blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, ananas og helmingi af ananassafa saman við. Stráið rækjum eða skinku yfir. Hellið restinni af ananassafanum yfir. Saxið paprikur, agúrku og blaðlauk og stráið yfir.

 

Bláberjaskyrterta
Bláberjaskyrterta

Bláberjaskyrterta

1/4 l rjómi

1 pk Homblest kex

3 msk mjúkt smjör

2 egg

2 dl sykur

500 g óhrært skyr

1 tappi vanilludropar

5 matarlímsblöð

1 krukka bláberjasulta.

Myljið kexið og hnoðið smjörinu saman við, þrýsiið í botninn á formi.

Þeytið skyr, sykur, vanilludropa og egg saman.

Stýfþeytið rjómann.

Leggið matarlímið í bleyti, takir úr vatninu og hitið í 30 sek. í örbylgjuofni

Bætið matarlími saman við sykurhræruna og blandið rjómanum saman við.

Hellið yfir botninn og setjið sultu yfir.

Skyrtertan hennar Sigurlaugar
Skyrtertan hennar Sigurlaugar

Skyrtertan hennar Sigurlaugar

Botninn:
1½ pk. Lu kryddkex
100 g brætt smjör
Myljið kexið, blandið því saman við smjörið og látið í botn á formi.

Fylling:
1 stór dós vanilluskyr
¼-½ líter þeyttur rjómi
ca 50-100 g ( fer eftir smekk) hvítt súkkulaði, smátt skorið
Hrærið öllu saman og setjið yfir botninn.

Skreytið með berjum

Albert Bergþór kvenfélag gnúpverjahrepps

.

KVENFÉLÖGKAFFIBOÐMUFFINSBRAUÐRÉTTIRRICE KRISPIESKRYDDBRAUÐSKYRTERTUR

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.