Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja
Við brugðum undir okkur betri fætinum og töluðum um borðsiði og fleira við eldhressar kvenfélagskonur í Gnúpverjahreppi. Þær slógu upp alveg stórfínu veisluborði. Þetta var ógleymanleg kvöldstund, skemmtilegar, hláturmildar konur og súpergóðar veitingar. Er hægt að biðja um eitthvað meira?
— KVENFÉLÖG — KAFFIBOÐ — MUFFINS — BRAUÐRÉTTIR — RICE KRISPIES — KRYDDBRAUÐ — SKYRTERTUR —
.
Anna kom með jógúrt múffur, hún segir þetta vera þessar dæmigerðu með kaffijógúrt/hnetuogkaramellu, fullar af sykri sem auðvitað megi minnka um helming.
„oftar en ekki “drussa” ég karamellukurli yfir” fyrir bakstur eða um leið og og þær koma úr ofninum.
Jógúrt-muffins
4 dl. sykur
220 g smjörlíki
3 meðalstór egg/4 lítil
Hrært saman í hrærivél, þar til létt og ljóst.
Blanda saman í annarri skál á meðan:
5 dl. hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
vanilludropar
100 gr. rifið dökkt, súkkulaði að eigin vali
Sett út í hrærivélaskálina og hrært örstutt.
1 ds. kaffijógúrt/hnetu-og karamellujógúrt.
Blandað saman við og hrært í smá smástund.
Sett í múffuform með matskeið. Miða við að deigið fylli formið rétt, ríflega að hálfu.
Stilla ofninn á 180/200, ekki blástur. Fer eftir stærð formanna og ofnum, hversu lengi þær eru bakaðar en miða við að hætti að heyrast í þeim, þá eru þær bakaðar😁.
Með bestu kveðju úr Stóru-Mástungu. Anna Kr. Ásmundsdóttir
Rice Krispies bananakaka með Pipp súkkulaði
100 gr konsúm súkkulaði
100 gr pipp með dökku súkkulaði
100 gr smjör
4 msk síróp
4 bollar rice crispies
1. Setjið súkkulaði, síróp og smjör í pott og hitið þar til súkkulaðið er bráðnað. Setjið í skál ásamt rice crispies, blandið saman og setjið á kökudisk. Gott að kæla í ísskáp eða
frysti áður en rjóminn er settur ofan á.
Rjómafylling
1 peli rjómi
1-2 bananar
Þeytið rjómann, skerið banana niður í skífur og og blandið út í rjómann. Setjið ofan á
rice crispies botninn. Kælið.
Karmella
20-25 rauðar töggur eða rauðu góu karmellurnar
1/2 dl rjómi
Bræðið karmellurnar með rjómanum í potti, kælið niður. Setjið svo á rjómann.
Kryddbrauð Möggu Steinþórs
80 g smjör
2 dl mjólk
2 egg
200 g sykur
240 g hveiti
2 tsk matarsódi
hálf tsk kanill
hálf tsk negull
Bræðið smjörið, bætið eggjum og mjólk bætt út í, þeytið saman. Þurrefnin sett út
í, hrært rólega saman. Bakað í jólakökuformi við 175°. hita í 50mín.
Helguterta
1 b döðlur, skornar smátt
1 b valhnetur eða möndlur (salthnetur eru líka góðar)
100 g suðusúkkulaði
1 b hrásykur
3 msk spelt
1 msk vanilludropar
3 msk vatn
2 egg
1 tsk vínsteinslyftiduft
Blandið öllu hráefnunumn saman og látið standa við stofuhita í um 15 mín. Bakið í tertuformi í 40 mín við 150°C Mjög góð með rjóma, jarðarberjum eða bláberjum.
Kaldur brauðréttur
1 brauð
2 ds sýrður rjómi
1 lítil dós mæjónes
ananassafi
1/2 kg rækjur eða skinka
1/2 ds ananas
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 agúrka
1 blaðlaukur
Rífið brauðið smátt og setjið í form. blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, ananas og helmingi af ananassafa saman við. Stráið rækjum eða skinku yfir. Hellið restinni af ananassafanum yfir. Saxið paprikur, agúrku og blaðlauk og stráið yfir.
Bláberjaskyrterta
1/4 l rjómi
1 pk Homblest kex
3 msk mjúkt smjör
2 egg
2 dl sykur
500 g óhrært skyr
1 tappi vanilludropar
5 matarlímsblöð
1 krukka bláberjasulta.
Myljið kexið og hnoðið smjörinu saman við, þrýsiið í botninn á formi.
Þeytið skyr, sykur, vanilludropa og egg saman.
Stýfþeytið rjómann.
Leggið matarlímið í bleyti, takir úr vatninu og hitið í 30 sek. í örbylgjuofni
Bætið matarlími saman við sykurhræruna og blandið rjómanum saman við.
Hellið yfir botninn og setjið sultu yfir.
Skyrtertan hennar Sigurlaugar
Botninn:
1½ pk. Lu kryddkex
100 g brætt smjör
Myljið kexið, blandið því saman við smjörið og látið í botn á formi.
Fylling:
1 stór dós vanilluskyr
¼-½ líter þeyttur rjómi
ca 50-100 g ( fer eftir smekk) hvítt súkkulaði, smátt skorið
Hrærið öllu saman og setjið yfir botninn.
Skreytið með berjum
.
— KVENFÉLÖG — KAFFIBOÐ — MUFFINS — BRAUÐRÉTTIR — RICE KRISPIES — KRYDDBRAUÐ — SKYRTERTUR —
.